Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Fyrir tíma Birkin-töskunnar var Kelly-taskan frá Hermès, sem sést hér fagurbleik að ofan, ein eftirsóttasta taska heims og er reyndar enn. Var nefnd eftir Grace Kelly, prinsessu Mónakó og upphaflega hönnuð af Robert Dumas, föður Jean Louis, á 4. áratugnum. Árið 1956 var prinsessan mynduð með töskuna á arminum við hátíðlegt tilefni og ákvað hús Hermès að þaðan í frá yrði gripurinn kenndur við prinsessuna. Árið 2015 bað Jane Birkin Hermès-fyrirtækið að hætta að kenna við sig eina Birkin-töskuna, gerða úr krókódílaskinni, hér sú brúna að ofan, vegna slæmrar meðferðar á dýrunum. Fremst er taskan Hermès Picnic Birkin, afar eftirsótt meðal safnara, enda gefin út í takmörkuðu upplagi.
Fyrir tíma Birkin-töskunnar var Kelly-taskan frá Hermès, sem sést hér fagurbleik að ofan, ein eftirsóttasta taska heims og er reyndar enn. Var nefnd eftir Grace Kelly, prinsessu Mónakó og upphaflega hönnuð af Robert Dumas, föður Jean Louis, á 4. áratugnum. Árið 1956 var prinsessan mynduð með töskuna á arminum við hátíðlegt tilefni og ákvað hús Hermès að þaðan í frá yrði gripurinn kenndur við prinsessuna. Árið 2015 bað Jane Birkin Hermès-fyrirtækið að hætta að kenna við sig eina Birkin-töskuna, gerða úr krókódílaskinni, hér sú brúna að ofan, vegna slæmrar meðferðar á dýrunum. Fremst er taskan Hermès Picnic Birkin, afar eftirsótt meðal safnara, enda gefin út í takmörkuðu upplagi.
Fréttir 25. mars 2022

Hagnaður fyrirtækja eða lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa?

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á gullaldarárunum 1968-1980 var vel tekið eftir bresku leikkonunni og kyntákninu Jane Birkin, sem þá átti í ástarsambandi við einn kunnasta leikstjóra þess tíma, Frakkann Serge Gainsbourg. Parið sem tók Evrópu með stormi á þessum árum voru í stuttu máli holdgervingur bóhemslífsstílsins, lífleg, áhyggjulaus og laus við hefðbundna lífssýn áranna áður.

Fékk hin þokkafulla ungfrú Birkin jafnan mikla eftirtekt og segir sagan, á vefsíðum franska tískufyrirtækisins Hermès, að ekki hafi tilvist hennar farið framhjá stjórnarformanni fyrirtækisins á þessum tíma, Jean Louis Dumas. Kom það til, er þau urðu óvænt sessunautar í flugvél á leiðinni frá París til Lundúna í byrjun níunda áratugarins, að herra Dumas fékk yfir sig innihald tösku í hennar fórum – sem var einföld, opin tágakarfa. Bað ungfrú Birkin samferðamann sinn margfaldlega afsökunar og útskýrði að hún kysi tágakörfur fram yfir nokkuð annað þar sem henni reyndist erfitt að finna leðurtösku að skapi. Tók herra Dumas útskýringunni ekki illa og ákvað að setja sjálfum sér þá áskorun að hanna (lokaða) leðurtösku er hentaði Jane Birkin.

Hönnunin átti svo sannarlega eftir að vekja lukku á heimsvísu og eru „Birkin“ töskur ein eftirsóttasta fjárfesting í formi fylgihluta í heiminum í dag. Verðlag þeirra er þó ekki á allra færi og hækkar bæði nývirði þeirra og verð í endursölu árlega. Sem reyndar gerir gripinn að frábærri fjárfestingu, en Birkin töskur má finna í allmörgum útgáfum leðurs og jafnvel tága.

Ungfrú Birkin, sem er ekki launaður sendiherra nafnbótar töskunnar, fær þó árlega ríflega upphæð fyrir notkun á nafni sínu sem hún velur að gefa til góðgerðarmála.

Tímarnir breytast ...

Hermès hefur alla tíð verið þekkt vörumerki munaðar sem leggur metnað við hefðbundið vandað handverk í takt við sterka arfleifð sína. Það kom því vel á óvart árið 2021 að framleiðendur og hönnuðir fyrirtækisins hefðu hafið tilraunasamstarf með sprotafyrirtækinu MycoWorks í Kaliforníu og öflug skilaboð til annarra í sömu stétt: allt er breytingum háð!

Lífefnafyrirtækið MycoWorks er eitt þeirra fyrirtækja er stendur í framleiðslu leðurs á annan hátt en hinn hefðbundna, þar sem dýr koma við sögu. Segir á vefsíðu MycoWorks að mikill heiður sé að vinna með tískuveldinu Hermès, en útkoma samstarfsins er ferðataska sem kallast Victoria en hana má finna á vefslóðinni: www.mycoworks.com/introducing-sylvania-by-hermes.

Taska sú, vönduð og létt í meðförum, er gerð úr efni sem kallað er Silvania, blanda sveppamýsla og frumna – árangur líftækniferlis sem MycoWorks hefur einkaleyfi á. (Líftækni er tækni sem gerir það mögulegt að nota lífverur til að framleiða nýjar afurðir eða breyta náttúrulegum ferlum.) Kalla þeir efnið í raun byltingu efnisvísinda og líftækni, en útkoman er endingargott „gæðaleður“ sem jafnast fullkomlega á við hið hefðbundna.

Er í kortunum breyting á aðfangakeðju iðnaðarins?

Tísku- og fataframleiðendur heimsins keppast nú hver á fætur öðrum við markmið á borð við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sýna lit er kemur að kolefnisjöfnun, umhverfisáhrifum, sjálfbærni og öllu því er mætti betur fara við vinnslu úrgangs, vatnsnotkunar og neikvæðra afleiðinga illa rekjanlegra aðfangakeðja.
Meðvitund um uppruna og vinnslu efna sem notuð eru við framleiðslu fatnaðar er nú á uppleið og í forgangi hjá æ fleiri fyrirtækjum, en efnisnotkun hefur lengi einskorðast við ull, bómull, leður og gerviefni er kemur að framleiðslu fatnaðar og skóa án þess að mikil hugsun sé að baki.

Aðfangakeðja iðnaðarins hefur því verið í föstum skorðum hingað til þótt gera mætti hlutina á annan hátt.
Nú, eins og fleiri brýtur Hermès hefðina með samstarfi sínu við MycoWorks. Taka verður til þess að jafnvel þó um sé aðeins að ræða eina tösku, er vel eftir því tekið vegna stöðu Hermès í tískuðiðnaðinum og verður vonandi til þess að önnur tískumerki vilji bæta sína framleiðslu er kemur að efnisvali og þá sjálfbærari meðvitund alls ferlisins.

Aukinn skriðþungi

Telja tískuvitrungar kapphlaupið við þróun nýrra efna og meðvitund um ferli allrar birgðakeðjunnar sé að öðlast skriðþunga, þökk sé nýrri tækni og umfangsmeira og fljótsprottnara samstarfi milli tísku eða fataframleiðenda og frumkvöðla. Hins vegar eru verulegar áskoranir sem þarf að sigrast á, þar á meðal þurfa þeir sem búa til fataefni, hvort heldur textíl eða leður, fyrirfram fjármagn til að byggja upp getu.

Vörumerki og fjársterkir aðilar geta þar hjálpað til með því að fjárfesta í hlutabréfum þeirra sem eiga framtíðina fyrir sér eða með langtíma kaupskuldbindingum. Eins og er, þarf þó mikið til svo nýjum efnum á borð við sveppaleður verði kleift að keppa eða standa jafnfætis gerviefnum, dýraleðri og slíku sem hefur átt markaðinn – sem er hannaður til að hámarka vöxt og hagnað fyrirtækja, frekar en að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif.

En tímarnir breytast. Eitt skref í einu.

Skylt efni: tíska | Hermès | Sveppaleður

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...