Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hafa getað valið úr umsóknum um störf í sláturhúsinu en nú vantar fólk
Mynd / smh
Fréttir 4. október 2021

Hafa getað valið úr umsóknum um störf í sláturhúsinu en nú vantar fólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Staðan var þannig að það vantaði um 10 manns til starfa inn í sláturhúsið þegar sláturtíð hófst fyrr í haust,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska. Undanfarnar vikur hefur smám saman bæst við en enn vantar 4 til 5 starfsmenn til að sláturhúsið teljist fullmannað.

„Við vitum ekki alveg hvað veldur, við fengum færri umsóknir núna en vanalega og fleiri hættu við á síðustu stundu. Yfirleitt höfum við getað valið úr fjölda umsókna en því var ekki að heilsa nú.

Það er eins og ferðaviljinn hafi aðeins dalað,“ segir Jóna og vísar til erlendra starfmanna sem eru stór hluti þeirra sem vinna í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.

Starfsfólk hefur einkum komið frá Bretlandi, Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Búlgaríu. Veltir Jóna fyrir sér hvort bólusetningarhlutfall í þeim löndum setji jafnvel strik í reikninginn. Óbólusettir sem ferðast til Íslands þurfa að sæta sóttkví í fimm daga og það gæti einnig haft sín áhrif á ferðaviljann.

Sóttust ekki mikið eftir störfum
Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.

Jóna segir að jafnan sé þess gætt að halda ákveðnu hlutfalli af störfum fyrir Íslendinga en nú í haust hafi þeir ekki sóst mikið eftir störfum í sláturtíð.

„Við höfum verið að leita að fólki til starfa en það hefur ekki gengið neitt sérlega vel. Margir sem t.d. eru atvinnulausir og við heyrum í segjast ekki vilja binda sig í þetta stuttan tíma, tvo mánuði,ef eitthvað annað starf skyldi koma upp á meðan. Það er ýmislegt af þessu tagi sem setur strik í reikninginn og gerir að verkum að ekki næst enn að fullmanna sláturhúsið.“

Þá nefnir hún einnig að húsnæði takmarki ráðningar, það sé ekki endilega mikið um laust húsnæði í bænum fyrir aðkomufólk og því væri æskilegt að hafa fleiri sem búsettir eru á staðnum.

Gekk að ráða í lykilstörf

Jóna segir að vel hafi gengið að ráða í lykilstörf en um sé að ræða almenn störf sem sinna þarf í sláturtíðinni. Í einhverjum tilvikum hafi þeir starfmenn sem starfa í húsinu allt árið verið færðir til og önnur verkefni látin bíða.

„Þetta rúllar alveg ágætlega hjá okkur,“ segir hún. Um 120 manns eru ráðnir aukalega til starfa hjá sláturhúsi Norðlenska í sláturtíð til viðbótar við þá 45 sem fyrir eru.

Áætlað er að slátra um 86 þúsund dilkum í sláturtíðinni nú í haust og segir Jóna að nú sé búið að slátra um 28 þúsund dilkum. Að meðaltali sé 2.350 dilkum slátrað daglega.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...