Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hafa getað valið úr umsóknum um störf í sláturhúsinu en nú vantar fólk
Mynd / smh
Fréttir 4. október 2021

Hafa getað valið úr umsóknum um störf í sláturhúsinu en nú vantar fólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Staðan var þannig að það vantaði um 10 manns til starfa inn í sláturhúsið þegar sláturtíð hófst fyrr í haust,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska. Undanfarnar vikur hefur smám saman bæst við en enn vantar 4 til 5 starfsmenn til að sláturhúsið teljist fullmannað.

„Við vitum ekki alveg hvað veldur, við fengum færri umsóknir núna en vanalega og fleiri hættu við á síðustu stundu. Yfirleitt höfum við getað valið úr fjölda umsókna en því var ekki að heilsa nú.

Það er eins og ferðaviljinn hafi aðeins dalað,“ segir Jóna og vísar til erlendra starfmanna sem eru stór hluti þeirra sem vinna í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.

Starfsfólk hefur einkum komið frá Bretlandi, Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Búlgaríu. Veltir Jóna fyrir sér hvort bólusetningarhlutfall í þeim löndum setji jafnvel strik í reikninginn. Óbólusettir sem ferðast til Íslands þurfa að sæta sóttkví í fimm daga og það gæti einnig haft sín áhrif á ferðaviljann.

Sóttust ekki mikið eftir störfum
Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.

Jóna segir að jafnan sé þess gætt að halda ákveðnu hlutfalli af störfum fyrir Íslendinga en nú í haust hafi þeir ekki sóst mikið eftir störfum í sláturtíð.

„Við höfum verið að leita að fólki til starfa en það hefur ekki gengið neitt sérlega vel. Margir sem t.d. eru atvinnulausir og við heyrum í segjast ekki vilja binda sig í þetta stuttan tíma, tvo mánuði,ef eitthvað annað starf skyldi koma upp á meðan. Það er ýmislegt af þessu tagi sem setur strik í reikninginn og gerir að verkum að ekki næst enn að fullmanna sláturhúsið.“

Þá nefnir hún einnig að húsnæði takmarki ráðningar, það sé ekki endilega mikið um laust húsnæði í bænum fyrir aðkomufólk og því væri æskilegt að hafa fleiri sem búsettir eru á staðnum.

Gekk að ráða í lykilstörf

Jóna segir að vel hafi gengið að ráða í lykilstörf en um sé að ræða almenn störf sem sinna þarf í sláturtíðinni. Í einhverjum tilvikum hafi þeir starfmenn sem starfa í húsinu allt árið verið færðir til og önnur verkefni látin bíða.

„Þetta rúllar alveg ágætlega hjá okkur,“ segir hún. Um 120 manns eru ráðnir aukalega til starfa hjá sláturhúsi Norðlenska í sláturtíð til viðbótar við þá 45 sem fyrir eru.

Áætlað er að slátra um 86 þúsund dilkum í sláturtíðinni nú í haust og segir Jóna að nú sé búið að slátra um 28 þúsund dilkum. Að meðaltali sé 2.350 dilkum slátrað daglega.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...