Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2019

Hætt með hönnunar- og handverkshluta Icelandic Lamb

Höfundur: smh

Tekin hefur verið ákvörðun um það hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb að hætta með ullarvinnsluhluta þess. Markaðsstofan vinnur að framkvæmd verkefnisins Aukið virði sauðfjárafurða samkvæmt ákvæðum samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.

Ninja Ómarsdóttir hefur verið í 40 prósent starfshlutfalli hjá Iclandic Lamb, með sérstaka áherslu á hönnunar- og handverkshluta ullarvinnslunnar. Hún hóf störf 1. september síðastliðinn og lét af störfum um síðustu mánaðamót.

Skerpa þarf markaðssetninguna á kjöthlutanum

Að sögn Hafliða Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, er markmiðið með þessari ákvörðun að setja betri fókus á kjöt- og matarhlutann – og skerpa á áherslum markaðsstofunnar og um leið fækka verkefnum hennar. „Það var tekin ákvörðun um að nýta kraftana og fjármagn í að ná árangri þar enda er staðan í virðiskeðjunni í kjöthlutanum þannig að þörf er á markvissum aðgerðum þar til að lyfta upp virði afurða og tryggja vörunni ásættanlegt verð og ásýnd.

Við teljum að rétt sé að halda þessum tveimur hlutum aðskildum í markaðssetningu, þótt þeir eigi sameiginlegan uppruna sem sauðfjárafurðir,“ segir Hafliði.

 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...