Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hækkun á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur
Fréttir 15. maí 2025

Hækkun á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hækkun varð nýlega á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða.

Verðlagsnefnd búvara tekur ákvörðun um slíkar hækkanir og hefur gefið út að lágmarks afurðaverð fyrir fyrsta flokks mjólk til kúabænda hækki um 1,90 prósent, úr 136,93 krónum á lítrann í 139,53 krónur á lítrann. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara, sem nefndin verðleggur, hækkar um 1,96 prósent.

Kostnaðarhækkanir við framleiðslu mjólkur

Í rökstuðningi fyrir afurðaverðshækkununum kemur fram að þær séu til komnar vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2024.

Til grundvallar ákvarðana um verðbreytingar liggur verðlagsgrunnur kúabús, sem á að endurspegla rekstur kúabús af hagkvæmri stærð. Í honum vegur hækkun launavísitölu mest en um þrír fjórðu hlutar hækkunar hans er til komin vegna launakostnaðar og annarra kostnaðarliða sem þróast í takti við launavísitölu. Verðhækkanir á fóðri og afskriftir hafa einnig talsverð áhrif en aðrir liðir vega minna. Þá hefur fjármagnskostnaður og áburðarkostnaður lækkað á tímabilinu sem hefur áhrif til lækkunar á móti.

Launakostnaður vegur þyngst

Hækkun á heildsöluverði mjólkur og mjólkurvara er sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnsluog dreifingarkostnaðar. Vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkar um 2,03 prósent en helsti kostnaðarliðurinn – og sá sem vegur þyngst í ákvörðun um hækkun, er hækkun launakostnaðar um 3,1 prósent á tímabilinu en sú hækkun vegur um 53 prósent af heildarhækkuninni í verðmætum talið.

Mjólkursamsalan tilkynnti um það 12. maí að nýr verðlisti hafi tekið gildi í framhaldi af ákvörðun verðlagsnefndar búvara.

Ársverðbólga mældist samkvæmt Hagstofu Íslands 4,2 prósent í apríl 2025. Innan þessa tímabils, frá apríl 2024 til nóvember 2024, urðu engar breytingar á heildsöluverði mjólkurvara til neytenda og verðlag mjólkurvara var stöðugt.

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...