Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hækkun á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur
Fréttir 15. maí 2025

Hækkun á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hækkun varð nýlega á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða.

Verðlagsnefnd búvara tekur ákvörðun um slíkar hækkanir og hefur gefið út að lágmarks afurðaverð fyrir fyrsta flokks mjólk til kúabænda hækki um 1,90 prósent, úr 136,93 krónum á lítrann í 139,53 krónur á lítrann. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara, sem nefndin verðleggur, hækkar um 1,96 prósent.

Kostnaðarhækkanir við framleiðslu mjólkur

Í rökstuðningi fyrir afurðaverðshækkununum kemur fram að þær séu til komnar vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2024.

Til grundvallar ákvarðana um verðbreytingar liggur verðlagsgrunnur kúabús, sem á að endurspegla rekstur kúabús af hagkvæmri stærð. Í honum vegur hækkun launavísitölu mest en um þrír fjórðu hlutar hækkunar hans er til komin vegna launakostnaðar og annarra kostnaðarliða sem þróast í takti við launavísitölu. Verðhækkanir á fóðri og afskriftir hafa einnig talsverð áhrif en aðrir liðir vega minna. Þá hefur fjármagnskostnaður og áburðarkostnaður lækkað á tímabilinu sem hefur áhrif til lækkunar á móti.

Launakostnaður vegur þyngst

Hækkun á heildsöluverði mjólkur og mjólkurvara er sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnsluog dreifingarkostnaðar. Vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkar um 2,03 prósent en helsti kostnaðarliðurinn – og sá sem vegur þyngst í ákvörðun um hækkun, er hækkun launakostnaðar um 3,1 prósent á tímabilinu en sú hækkun vegur um 53 prósent af heildarhækkuninni í verðmætum talið.

Mjólkursamsalan tilkynnti um það 12. maí að nýr verðlisti hafi tekið gildi í framhaldi af ákvörðun verðlagsnefndar búvara.

Ársverðbólga mældist samkvæmt Hagstofu Íslands 4,2 prósent í apríl 2025. Innan þessa tímabils, frá apríl 2024 til nóvember 2024, urðu engar breytingar á heildsöluverði mjólkurvara til neytenda og verðlag mjólkurvara var stöðugt.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.