Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hækkun á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur
Fréttir 15. maí 2025

Hækkun á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hækkun varð nýlega á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða.

Verðlagsnefnd búvara tekur ákvörðun um slíkar hækkanir og hefur gefið út að lágmarks afurðaverð fyrir fyrsta flokks mjólk til kúabænda hækki um 1,90 prósent, úr 136,93 krónum á lítrann í 139,53 krónur á lítrann. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara, sem nefndin verðleggur, hækkar um 1,96 prósent.

Kostnaðarhækkanir við framleiðslu mjólkur

Í rökstuðningi fyrir afurðaverðshækkununum kemur fram að þær séu til komnar vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2024.

Til grundvallar ákvarðana um verðbreytingar liggur verðlagsgrunnur kúabús, sem á að endurspegla rekstur kúabús af hagkvæmri stærð. Í honum vegur hækkun launavísitölu mest en um þrír fjórðu hlutar hækkunar hans er til komin vegna launakostnaðar og annarra kostnaðarliða sem þróast í takti við launavísitölu. Verðhækkanir á fóðri og afskriftir hafa einnig talsverð áhrif en aðrir liðir vega minna. Þá hefur fjármagnskostnaður og áburðarkostnaður lækkað á tímabilinu sem hefur áhrif til lækkunar á móti.

Launakostnaður vegur þyngst

Hækkun á heildsöluverði mjólkur og mjólkurvara er sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnsluog dreifingarkostnaðar. Vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkar um 2,03 prósent en helsti kostnaðarliðurinn – og sá sem vegur þyngst í ákvörðun um hækkun, er hækkun launakostnaðar um 3,1 prósent á tímabilinu en sú hækkun vegur um 53 prósent af heildarhækkuninni í verðmætum talið.

Mjólkursamsalan tilkynnti um það 12. maí að nýr verðlisti hafi tekið gildi í framhaldi af ákvörðun verðlagsnefndar búvara.

Ársverðbólga mældist samkvæmt Hagstofu Íslands 4,2 prósent í apríl 2025. Innan þessa tímabils, frá apríl 2024 til nóvember 2024, urðu engar breytingar á heildsöluverði mjólkurvara til neytenda og verðlag mjólkurvara var stöðugt.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...