Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hækkun á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur
Fréttir 15. maí 2025

Hækkun á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hækkun varð nýlega á afurðaverði til kúabænda og heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða.

Verðlagsnefnd búvara tekur ákvörðun um slíkar hækkanir og hefur gefið út að lágmarks afurðaverð fyrir fyrsta flokks mjólk til kúabænda hækki um 1,90 prósent, úr 136,93 krónum á lítrann í 139,53 krónur á lítrann. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara, sem nefndin verðleggur, hækkar um 1,96 prósent.

Kostnaðarhækkanir við framleiðslu mjólkur

Í rökstuðningi fyrir afurðaverðshækkununum kemur fram að þær séu til komnar vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2024.

Til grundvallar ákvarðana um verðbreytingar liggur verðlagsgrunnur kúabús, sem á að endurspegla rekstur kúabús af hagkvæmri stærð. Í honum vegur hækkun launavísitölu mest en um þrír fjórðu hlutar hækkunar hans er til komin vegna launakostnaðar og annarra kostnaðarliða sem þróast í takti við launavísitölu. Verðhækkanir á fóðri og afskriftir hafa einnig talsverð áhrif en aðrir liðir vega minna. Þá hefur fjármagnskostnaður og áburðarkostnaður lækkað á tímabilinu sem hefur áhrif til lækkunar á móti.

Launakostnaður vegur þyngst

Hækkun á heildsöluverði mjólkur og mjólkurvara er sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnsluog dreifingarkostnaðar. Vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkar um 2,03 prósent en helsti kostnaðarliðurinn – og sá sem vegur þyngst í ákvörðun um hækkun, er hækkun launakostnaðar um 3,1 prósent á tímabilinu en sú hækkun vegur um 53 prósent af heildarhækkuninni í verðmætum talið.

Mjólkursamsalan tilkynnti um það 12. maí að nýr verðlisti hafi tekið gildi í framhaldi af ákvörðun verðlagsnefndar búvara.

Ársverðbólga mældist samkvæmt Hagstofu Íslands 4,2 prósent í apríl 2025. Innan þessa tímabils, frá apríl 2024 til nóvember 2024, urðu engar breytingar á heildsöluverði mjólkurvara til neytenda og verðlag mjólkurvara var stöðugt.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...