Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún Hulda Pálsdóttir nýr ritstjóri Bændablaðsins
Mynd / Bbl
Fréttir 22. apríl 2022

Guðrún Hulda Pálsdóttir nýr ritstjóri Bændablaðsins

Höfundur: smh

Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Bændablaðsins og tekur við af Herði Kristjánssyni þann 1. júní næstkomandi. Hún er fyrsti kvenritstjóri blaðsins frá stofnun þess árið 1995.

Guðrún Hulda hefur starfað á Bændablaðinu síðastliðin sjö ár sem blaðamaður, auglýsingastjóri og umsjónarmaður Hlöðunnar.

Sterk staða Bændablaðsins

„Staða Bændablaðsins er sterk því lesendur vita að þeir geta gengið að innihaldsríkri umfjöllun, óvæntri þekkingu og mikilvægum upplýsingum, auk þess sem blaðið er vettvangur fyrir áhugaverð skoðanaskipti. Ég mun halda áfram þeirri vegferð sem Hörður hefur, með þvílíkri natni og eljusemi, leitt undanfarin ár. Við erum lítill en samhentur hópur sem stöndum að blaðinu og munum áfram miðla upplýsandi fregnum af landbúnaði og fjölbreyttum málefnum honum tengdum á skýran og heiðarlegan hátt,“ segir Guðrún Hulda.

Áður ritstjóri Eiðfaxa

Guðrún Hulda hefur 15 ára reynslu í fjölmiðlum. Áður en hún kom til starfa á Bændablaðinu starfaði hún hjá tímaritinu Eiðfaxa sem ritstjóri og blaðamaður og þar áður hjá Morgunblaðinu. Guðrún Hulda er með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og nam Umhverfis- og auðlindafræði á meistarastigi í sama skóla.

Eitt víðlesnasta blaðið

Bændablaðið er eitt víðlesnasta blað landsins. Það er gefið út hálfsmánaðarlega í 32.000 eintökum, auk þess sem vefurinn bbl.is er rekinn undir því.

Blaðinu er dreift inn á öll lögbýli en einnig er hægt að nálgast blaðið á ýmsum bensínstöðvum og í verslunum.

Skylt efni: Bændablaðið

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...