Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún Hulda Pálsdóttir nýr ritstjóri Bændablaðsins
Mynd / Bbl
Fréttir 22. apríl 2022

Guðrún Hulda Pálsdóttir nýr ritstjóri Bændablaðsins

Höfundur: smh

Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Bændablaðsins og tekur við af Herði Kristjánssyni þann 1. júní næstkomandi. Hún er fyrsti kvenritstjóri blaðsins frá stofnun þess árið 1995.

Guðrún Hulda hefur starfað á Bændablaðinu síðastliðin sjö ár sem blaðamaður, auglýsingastjóri og umsjónarmaður Hlöðunnar.

Sterk staða Bændablaðsins

„Staða Bændablaðsins er sterk því lesendur vita að þeir geta gengið að innihaldsríkri umfjöllun, óvæntri þekkingu og mikilvægum upplýsingum, auk þess sem blaðið er vettvangur fyrir áhugaverð skoðanaskipti. Ég mun halda áfram þeirri vegferð sem Hörður hefur, með þvílíkri natni og eljusemi, leitt undanfarin ár. Við erum lítill en samhentur hópur sem stöndum að blaðinu og munum áfram miðla upplýsandi fregnum af landbúnaði og fjölbreyttum málefnum honum tengdum á skýran og heiðarlegan hátt,“ segir Guðrún Hulda.

Áður ritstjóri Eiðfaxa

Guðrún Hulda hefur 15 ára reynslu í fjölmiðlum. Áður en hún kom til starfa á Bændablaðinu starfaði hún hjá tímaritinu Eiðfaxa sem ritstjóri og blaðamaður og þar áður hjá Morgunblaðinu. Guðrún Hulda er með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og nam Umhverfis- og auðlindafræði á meistarastigi í sama skóla.

Eitt víðlesnasta blaðið

Bændablaðið er eitt víðlesnasta blað landsins. Það er gefið út hálfsmánaðarlega í 32.000 eintökum, auk þess sem vefurinn bbl.is er rekinn undir því.

Blaðinu er dreift inn á öll lögbýli en einnig er hægt að nálgast blaðið á ýmsum bensínstöðvum og í verslunum.

Skylt efni: Bændablaðið

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...