Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Grunur um riðutilfelli í Skagafirði
Mynd / HKr
Fréttir 16. október 2020

Grunur um riðutilfelli í Skagafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár (sauð- og geitfjár) innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest.  

Bóndinn hafði samband við starfandi dýralækni sem tilkynnti héraðsdýralækni um kind með einkenni riðuveiki. Héraðsdýralæknir skoðaði kindina sem síðan var aflífuð, sýni tekin og send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum. Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir sem benda sterklega til að um riðuveiki sé að ræða en staðfesting mun liggja fyrir eftir helgi.  

Búið er í Tröllaskagahólfi og á svæði þar sem ekki hefur greinst riða síðan árið 2000.  Á búinu er nú um 500 fullorðið fé auk um 300 lamba. 

Á meðan beðið er eftir staðfestingu vinnur héraðsdýralæknir að undirbúningi aðgerða og öflun faraldsfræðilegra upplýsinga.  

Upplýst verður um staðfestingu riðugreiningar um leið og hún liggur fyrir. 

Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði
Fréttir 1. ágúst 2021

Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði í samræmi við...

Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 1. ágúst 2021

Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna ...

Horfum á sameiningu sem uppbyggjandi sóknaraðgerð en ekki vörn
Fréttir 29. júlí 2021

Horfum á sameiningu sem uppbyggjandi sóknaraðgerð en ekki vörn

„Okkar viðleitni miðar að því að styrkja stjórnsýsluna, sjá hvaða möguleikar eru...

Alls konar gómsætt og gott úr sveitinni
Fréttir 29. júlí 2021

Alls konar gómsætt og gott úr sveitinni

Jón Jóhannsson er staðarhaldari að Mosskógum í Mosfellsdal þar sem haldinn hefur...

Frystihúsið – nýtt og glæsilegt bílasafn
Fréttir 29. júlí 2021

Frystihúsið – nýtt og glæsilegt bílasafn

Laugardaginn 26. júní, á 53 ára afmælisdegi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Ísl...

Kalifornía brennur
Fréttir 28. júlí 2021

Kalifornía brennur

Undanfarna mánuði hafa skógareldar verið að magnast í Kaliforníu-ríki í Bandarík...

Getum og ættum að rækta meira korn
Fréttir 28. júlí 2021

Getum og ættum að rækta meira korn

Raunhæft er að stefna að því að innan tíu ára verði helmingur af því korni sem v...

Tvö ólík fjórhjól frá Aflvélum
Fréttir 27. júlí 2021

Tvö ólík fjórhjól frá Aflvélum

Aflvélar Vesturhrauni 3 í Garðabæ flytur inn ýmis tól og tæki. Þar á meðal eru t...