Grunur um riðutilfelli í Skagafirði
Mynd / HKr
Fréttir 16. október

Grunur um riðutilfelli í Skagafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár (sauð- og geitfjár) innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest.  

Bóndinn hafði samband við starfandi dýralækni sem tilkynnti héraðsdýralækni um kind með einkenni riðuveiki. Héraðsdýralæknir skoðaði kindina sem síðan var aflífuð, sýni tekin og send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum. Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir sem benda sterklega til að um riðuveiki sé að ræða en staðfesting mun liggja fyrir eftir helgi.  

Búið er í Tröllaskagahólfi og á svæði þar sem ekki hefur greinst riða síðan árið 2000.  Á búinu er nú um 500 fullorðið fé auk um 300 lamba. 

Á meðan beðið er eftir staðfestingu vinnur héraðsdýralæknir að undirbúningi aðgerða og öflun faraldsfræðilegra upplýsinga.  

Upplýst verður um staðfestingu riðugreiningar um leið og hún liggur fyrir. 

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps
Fréttir 22. október

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps

Eins og margir vita þá eru alltaf nokkrar kindur með lömbum í Heimakletti í Vest...

Algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum
Fréttir 22. október

Algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Á þessu ári hefur orðið algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum en það...

Minni framleiðsla en stærri innanlandsmarkaður
Fréttir 22. október

Minni framleiðsla en stærri innanlandsmarkaður

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út innanlandsvog fyrir sauðfjár...

Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir
Fréttir 22. október

Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var sýknaður í Héraðs­dómi Norð...

Áfram í greiðsluskjóli
Fréttir 21. október

Áfram í greiðsluskjóli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að framlengja greiðsluskjól Hótel Sögu e...

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning
Fréttir 20. október

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að r...

„Peningar sem vaxa á trjánum“
Fréttir 19. október

„Peningar sem vaxa á trjánum“

Þau sígrænu tré sem mest eru notuð í skógrækt hérlendis eru stafafura og sitkagr...

Alls 1.264 hreindýr felld í ár
Fréttir 19. október

Alls 1.264 hreindýr felld í ár

Seinasti veiðidagur haustveiða var sunnudagurinn 20. september. Kvóti þessa árs ...