Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Mynd / Wikpedia
Fréttir 19. júlí 2022

Gróðureldar ógna búsvæði úlfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógareldar sem geisuðu fyrr í sumar í Zamora-héraði á norðanverðum Spáni lögðu undir sig og skemmdu um 30.000 hektara af skóg- og kjarrlendi sem er flokkað sem hamfarasvæði í dag.

Auk skemmda á gróðri er talið að eldurinn hafi eyðilagt búsvæði tíu villtra úlfahjarða sem þegar áttu undir högg að sækja.

Talið er að fjöldi hvolpa hafi orðið eldinum að bráð en að fullorðin dýr hafi getað komist undan honum á flótta. Úlfarnir, sem kallast Íberíuúlfar, eru með síðustu villtu úlfahjörðunum í Evrópu. Auk þess sem fjöldi annarra villtra dýra svo sem dádýr, villisvín, fjallakettir, otrar og fjöldi fuglategunda áttu búsvæði þar. Með því að lýsa svæðinu sem hamfarasvæði geta yfirvöld veitt allt að tveimur milljónum evra, um 277 milljónum króna, til uppbyggingar þar.

Eldurinn mun hafa kviknað í kjölfar hitabylgju í landinu og hann breiddist út með miklum hraða með vindi um þurrt kjarrlendið.

Um 650 slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar börðust við eldinn í marga daga með hjálp þyrlna og flugvéla og náðu að lokum að hefta útbreiðslu hans.

Skylt efni: utan úr heimi

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...