Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Mynd / Wikpedia
Fréttir 19. júlí 2022

Gróðureldar ógna búsvæði úlfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógareldar sem geisuðu fyrr í sumar í Zamora-héraði á norðanverðum Spáni lögðu undir sig og skemmdu um 30.000 hektara af skóg- og kjarrlendi sem er flokkað sem hamfarasvæði í dag.

Auk skemmda á gróðri er talið að eldurinn hafi eyðilagt búsvæði tíu villtra úlfahjarða sem þegar áttu undir högg að sækja.

Talið er að fjöldi hvolpa hafi orðið eldinum að bráð en að fullorðin dýr hafi getað komist undan honum á flótta. Úlfarnir, sem kallast Íberíuúlfar, eru með síðustu villtu úlfahjörðunum í Evrópu. Auk þess sem fjöldi annarra villtra dýra svo sem dádýr, villisvín, fjallakettir, otrar og fjöldi fuglategunda áttu búsvæði þar. Með því að lýsa svæðinu sem hamfarasvæði geta yfirvöld veitt allt að tveimur milljónum evra, um 277 milljónum króna, til uppbyggingar þar.

Eldurinn mun hafa kviknað í kjölfar hitabylgju í landinu og hann breiddist út með miklum hraða með vindi um þurrt kjarrlendið.

Um 650 slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar börðust við eldinn í marga daga með hjálp þyrlna og flugvéla og náðu að lokum að hefta útbreiðslu hans.

Skylt efni: utan úr heimi

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.