Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eldar í Síberíu. Mynd / Moscow Times.
Eldar í Síberíu. Mynd / Moscow Times.
Fréttir 29. ágúst 2019

Gríðarlegir skógareldar í Rússlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnlausir skógareldar hafa logað í Síberíu síðastliðna þrjá mánuði og þegar hafa rúmlega tólf milljónir hektarar skóglendis orðið eldunum að bráð. Eldarnir, sem eru þeir mestu í sögu Rússlands, eru fyrir löngu hættir að vera sér rússneskt vandamál og snerta alla jarðarbúa.

Skógar í Rússlandi þekja um 45% landsins og eldarnir, sem eru margir, eru dreifðir yfir stórt og illa aðgengilegt svæði og því erfitt að vinna á þeim.

Útbreiðsla skógarelda í Síberíu og reyks af þeirra völdum. /Mynd  NOAA/NASA.

Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú stefna í Rússlandi að láta skógarelda á afskekktum stöðum brenna út ef ekki teldist efnahagslega hagkvæmt að berjast við þá. Umhverfisverndarsinnar bentu á að ákvörðunin gæti leitt til þess að árlegir skógareldar, sem oft væru smáir, gætu náð sér á strik og orðið ill- eða óviðráðanlegir. Spádómurinn rættist í ár vegna þurrka og staðbundinna vinda sem hafa magnað eldana.

Samkvæmt því sem segir í The Moscow Times telja yfirvöld í Rússlandi sig hafa sannanir fyrir því að upptök sumra eldanna séu af manna völdum og til þess gerðir að leyna ólöglegu skógarhöggi á stórum svæðum.

Víða neyðarástand

Stjórnvöld í Rússlandi hafa brugðist við eldunum með því að lýsa yfir neyðarástandi á stöðum þar sem mestar líkur eru á að eldarnir valdi alvarlegum skaða. Hermenn og sérhannaðar flugvélar hafa verið send á nokkur svæði til að ráða niðurlögum eldsins.

Heilsuspillandi reyk vegna eldanna leggur víða yfir fjölmennar byggðir og talið að reykurinn muni víða koma til með að hafa slæm áhrif á heilsu manna og dýra. Villtu dýralífi á eldasvæðunum er einnig ógnað, auk þess sem eldarnir losa gríðarlegt magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið.

Samkvæmt loftmyndum var reykur frá eldunum þegar farinn að berast yfir Kanada og Bandaríki Norður-Ameríku um síðustu mánaðamót.

Gróður brennur víða um heim

Auk þess sem miklir skógareldar geisa í Amason hafa íbúar Kanaríeyja, Grikklands og Alaska einnig verið að berjast við alvarlega skógarelda undanfarið. Skæðir gróðureldar komu einnig upp við Sisimiut á Grænlandi í síðasta mánuði.

Samkvæmt mælingum Alþjóðlegu veðurathugunar­stofnunar­innar var hitastig í júlí síðastliðinn að meðaltali það hæsta sem mælst hefur í 140 ár eða frá því að veðurmælingar hófust.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...