Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grænmeti selt fyrir milljarða
Mynd / ghp
Fréttir 31. maí 2024

Grænmeti selt fyrir milljarða

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sölufélag garðyrkjumanna seldi fyrir rúma 4,7 milljarða króna árið 2023.

Hagnaður samstæðunnar reyndist um 82,2 milljónir króna og jókst um 84,3 prósent milli áranna 2022 og 2023. Á ársfundi félagsins var samþykkt tillaga stjórnar að greiða 20 milljónir króna í arð á árinu. Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2023 námu rúmum 6,6 milljörðum króna. Hagnaðurinn var 44,6 milljónir króna árið 2022. Heildareignir móðurfélagsins námu í árslok 2023 tæplega 1,5 milljörðum króna og var eigið fé 680 milljónir.

Samstæðan samanstendur af Sölufélagi garðyrkjumanna og dótturfélögunum Í einum grænum ehf. og Matartímanum ehf.

Meginstarfsemi samstæðunnar felst í sölu á innlendu grænmeti frá framleiðendum til endurseljanda, svo sem í matvöruverslanir. Matartíminn rekur mötuneytisþjónustu fyrir grunn- og leikskóla en undir félaginu Í einum grænum er matvælaframleiðsla með það að leiðarljósi að fullnýta uppskeru grænmetisbænda.

Í lok árs 2023 voru hluthafar Sölufélags garðyrkjumanna 57 talsins. Stærstu hluthafarnir eru Flúðasveppir ehf., Flúðajöfri ehf., Melabréf ehf. og Bakkabréf ehf., öll með tíu prósenta hlut. Hveravellir ehf. eiga 9,8 prósenta hlut og Laugaland átta prósenta hlut.

Aðalfundur félagsins fór fram á dögunum. Friðrik Friðriksson var kjörinn nýr inn í stjórn í stað Þorleifs Jónssonar. Aðrir stjórnarmeðlimir eru Knútur Rafn Ármann, sem er stjórnarformaður, Páll Ólafsson, Guðríður Helgadóttir og Hildur Ósk Sigurðardóttir. Forstjóri félagsins er Gunnlaugur Karlsson.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.