Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grænmeti selt fyrir milljarða
Mynd / ghp
Fréttir 31. maí 2024

Grænmeti selt fyrir milljarða

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sölufélag garðyrkjumanna seldi fyrir rúma 4,7 milljarða króna árið 2023.

Hagnaður samstæðunnar reyndist um 82,2 milljónir króna og jókst um 84,3 prósent milli áranna 2022 og 2023. Á ársfundi félagsins var samþykkt tillaga stjórnar að greiða 20 milljónir króna í arð á árinu. Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2023 námu rúmum 6,6 milljörðum króna. Hagnaðurinn var 44,6 milljónir króna árið 2022. Heildareignir móðurfélagsins námu í árslok 2023 tæplega 1,5 milljörðum króna og var eigið fé 680 milljónir.

Samstæðan samanstendur af Sölufélagi garðyrkjumanna og dótturfélögunum Í einum grænum ehf. og Matartímanum ehf.

Meginstarfsemi samstæðunnar felst í sölu á innlendu grænmeti frá framleiðendum til endurseljanda, svo sem í matvöruverslanir. Matartíminn rekur mötuneytisþjónustu fyrir grunn- og leikskóla en undir félaginu Í einum grænum er matvælaframleiðsla með það að leiðarljósi að fullnýta uppskeru grænmetisbænda.

Í lok árs 2023 voru hluthafar Sölufélags garðyrkjumanna 57 talsins. Stærstu hluthafarnir eru Flúðasveppir ehf., Flúðajöfri ehf., Melabréf ehf. og Bakkabréf ehf., öll með tíu prósenta hlut. Hveravellir ehf. eiga 9,8 prósenta hlut og Laugaland átta prósenta hlut.

Aðalfundur félagsins fór fram á dögunum. Friðrik Friðriksson var kjörinn nýr inn í stjórn í stað Þorleifs Jónssonar. Aðrir stjórnarmeðlimir eru Knútur Rafn Ármann, sem er stjórnarformaður, Páll Ólafsson, Guðríður Helgadóttir og Hildur Ósk Sigurðardóttir. Forstjóri félagsins er Gunnlaugur Karlsson.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...