Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búið er að  malbika rösklega 600 metra af göngustígum í Dimmuborgum og ætlunin er að malbika um 800 metra til viðbótar á þessu ári.
Búið er að malbika rösklega 600 metra af göngustígum í Dimmuborgum og ætlunin er að malbika um 800 metra til viðbótar á þessu ári.
Fréttir 21. september 2015

Göngustígar í Dimmuborgum þykja bestir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Tæplega 200 þúsund gestir koma árlega í Dimmuborgir í Mývatnssveit.  Búið er að  malbika rösklega 600 metra af göngustígum í Dimmuborgum og ætlunin er að malbika um 800 metra til viðbótar á þessu ári. 
Auk þess er búið að lagfæra og merkja malarborna göngustíga. Alls eru göngustígar í Dimmuborgum um 6.400 metrar. 
 
Stígarnir voru farnir að láta á sjá
 
Malbikun göngustíga í Dimmu­borgum hófst á liðnu ári. Stígarnir voru farnir að láta á sjá vegna mikils fjölda ferðamanna. Stígunum þurfti oft að loka á vorin vegna aurbleytu. 
 
Þrír landeigendur í Mývatnssveit afhentu Landgræðslunni Dimmuborgir til eignar og landgræðslu árið 1942. Allt frá þeim tíma hefur stofnunin unnið að heftingu sandfoks og verndun Borganna. Vandfundið er annað efni en malbik sem hentar og þolir þær þúsundir ferðamanna sem vilja njóta fegurðarinnar í Dimmuborgum. Auk þess gerir malbikið fötluðum kleift að fara um Dimmuborgir án vandkvæða.
Fyrir tilstuðlan Landgræðsl­unnar var byggt þjónustuhús ásamt salernum fyrir nokkrum árum við innganginn á Dimmuborgum. Ný salerni voru tekin í notkun á sl. ári. 
 
Margir styrkja verkefnið
 
Ferðamálastofa og Framkvæmda­sjóður ferðamannastaða hafa styrkt þessar framkvæmdir. 
 
Auk þessara aðila hafa ýmis félög, stofnanir, ríkissjóður og sveitarstjórn Skútustaðahrepps styrkt sandfoksvarnir og verndun Dimmuborga. Landgræðsla ríkisins og Umhverfisstofnun hafa gert með sér samstarfssamning um rekstur og verndun Dimmuborga.
 
Fyrr í sumar efndi Floridana til leiks á Facebook þar sem fólk var beðið um að koma með tillögur að bestu göngustígum Íslands. Miðað var við stíga sem tekur minna en þrjár stundir að ganga. Dimmuborgir í Mývatnssveit hlaut flestar tilnefningar. 

Skylt efni: Göngustígar

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi