Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja með fasteignagjöldum.
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja með fasteignagjöldum.
Mynd / ÁL
Fréttir 16. febrúar 2023

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum í desember að innheimta gjald af dýraeigendum fyrir söfnun og eyðingu dýrahræja.

Frá þessu var greint á vef stjórnartíðinda í síðasta mánuði. „Förgunargjaldið byggir á fjölda búfjár á lögbýlum í sveitarfélaginu miðað við búfjárskýrslur Matvælastofnunar og verður innheimt með fasteignagjöldum.

Miðað er við að dýrahræ séu sótt til bænda og annarra búfjáreigenda með skráðan bústofn og komið í viðeigandi meðhöndlun. Farin verður ein ferð í viku að jafnaði,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Verðskráin gefur til kynna árlegt gjald sem reiknað er út frá stærð stofns. Sveitarstjórnin reiknar gjaldið í fjórum mismunandi þrepum og byrjar við 28.600 krónur fyrir aðila sem eiga færri en tuttugu ær.

Hæst er gjaldið 87.230 fyrir aðila sem eiga fleiri en áttatíu ær. Eitt hross reiknast sem þrjár ær og einn nautgripur sem fimm ær.

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...