Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja með fasteignagjöldum.
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja með fasteignagjöldum.
Mynd / ÁL
Fréttir 16. febrúar 2023

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum í desember að innheimta gjald af dýraeigendum fyrir söfnun og eyðingu dýrahræja.

Frá þessu var greint á vef stjórnartíðinda í síðasta mánuði. „Förgunargjaldið byggir á fjölda búfjár á lögbýlum í sveitarfélaginu miðað við búfjárskýrslur Matvælastofnunar og verður innheimt með fasteignagjöldum.

Miðað er við að dýrahræ séu sótt til bænda og annarra búfjáreigenda með skráðan bústofn og komið í viðeigandi meðhöndlun. Farin verður ein ferð í viku að jafnaði,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Verðskráin gefur til kynna árlegt gjald sem reiknað er út frá stærð stofns. Sveitarstjórnin reiknar gjaldið í fjórum mismunandi þrepum og byrjar við 28.600 krónur fyrir aðila sem eiga færri en tuttugu ær.

Hæst er gjaldið 87.230 fyrir aðila sem eiga fleiri en áttatíu ær. Eitt hross reiknast sem þrjár ær og einn nautgripur sem fimm ær.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f