Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna.
Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna.
Fréttir 28. febrúar 2018

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Þingeyjarsveit

Skólamáltíðir við grunn- og leikskóla í Þingeyjarsveit eru gjaldfrjálsar. Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhags­áætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna. Tók ákvörðun sveitarstjórnar gildi um síðustu áramót og hefur mælst vel fyrir meðal íbúa sveitarfélagsins sem lýst hafa ánægju með framtakið.
 
„Markmiðið er að bæta velferð barna og unglinga í sveitarfélaginu, gera góða skóla betri og meira aðlaðandi. Þetta verður vonandi einnig til þess að hvetja barnafólk til að flytja í sveitarfélagið. Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð og ljóst að íbúar kunna vel að meta þessa ákvörðun enda skiptir þetta máli fjárhagslega fyrir fjölskyldur, til að mynda sem eru með tvö og þrjú börn í grunn- og leikskóla,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit.
 
Í sveitarfélaginu eru tveir grunnskólar starfandi og þrír leikskólar. Heildar nemendafjöldi í Þingeyjarsveit er um 145 börn og unglingar, um 107 nemendur í grunnskólunum og um 38 nemendur í leikskólunum. Kostnaður sveitarfélagsins vegna gjaldfrjálsu máltíðanna er um 12 milljónir króna á ári. Dagbjört segir að undanfarin ár hafi töluvert verið hagrætt í skólamálum með sameiningu og því hafi skapast frekara svigrúm í málaflokknum.   „Það er mikill metnaður lagður í gott og faglegt skólastarf sem og einnig allan aðbúnað fyrir nemendur og kennara,“ segir Dagbjört.
 
Kvaðst hún ekki vita til að önnur sveitarfélög í landinu bjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, „ég þori ekki að fullyrða að við séum fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á ókeypis máltíðir, en mörg sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn og það gerum við líka,“ segir hún. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...