Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gerjun til niðurbrots á lífrænu efni virðist gagnleg og skilvirk leið
Fréttir 11. júlí 2022

Gerjun til niðurbrots á lífrænu efni virðist gagnleg og skilvirk leið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega voru birtar niðurstöður úr umfangsmikilli jarðgerðartilraun á Hvanneyri, þar sem prófuð var ný aðferð við niðurbrot á lífrænum úrgangi með loftfirrðri gerjun (bokashi). Í niðurstöðum verkefnisins, sem birtar eru á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðarins (RML), kemur fram að aðferðin virðist vera gagnleg og skilvirk leið til að meðhöndla lífrænt hráefni sem fellur til á Íslandi.

Aðferðin geti verið heppileg og hagkvæm til að nýta næringarefnin og orkuna í honum til jarðvegsbóta eða annarra nytja. Þar segir enn fremur að sökum þess hve ódýr þessi vinnsla er þarf ekki að ráðast í neinar stórframkvæmdir né sé þörf á flóknum tækjabúnaði til vinnslunnar. Bokashi­ aðferðin gæti hentað íslenskum aðstæðum mjög vel enda fari ferlið fram undir plasti þannig að efnið er varið fyrir veðri og vindum og megi geyma þar til það á að notast.

Lífrænn haugur á Hvanneyri

Um samstarfsverkefni er að ræða á milli RML, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hvanneyrarbúsins. Um meðhöndlun á úrgangi frá kúabúinu og byggðakjarnanum á Hvanneyri var að ræða. „Útbúinn var haugur úr kúamykju og heyfyrningum, ásamt nýslegnu grasi af grasflötum. Í hauginn voru sett ýmis íblöndunarefni, s.s. bentonít leir til að varðveita næringarefni, skeljasandur til að halda sýrustigi innan æskilegra marka og sérstök örverublanda sem var úðað yfir úrgangsmassann við uppsetningu haugsins. Síðan var haugurinn þjappaður til að koma sem mestu lofti úr honum og plast strengt yfir til að loka fyrir súrefni. Síðan var sterkur dúkur settur yfir til að verja plastið og efnið í haugnum fyrir mögulegum skaða af völdum veðra og dýra. Prófun var gerð á innihaldi næringarefna í haugnum að gerjunarferlinu loknu,“ segir í lýsingu á framkvæmdinni.

Margvíslegt hagræði af aðferðinni

Tilgangur verkefnisins var að kanna virkni aðferðarinnar við íslenskar aðstæður og afla reynslu sem myndi nýtast við vinnslu og nýtingu lífrænna úrgangsefna. Einnig að kanna nýtingarmöguleika gerjaðs lífræns úrgangsmassa til áburðar og jarðvegsbóta og sem hráefni til áframhaldandi vinnslu.

Höfundur skýrslunnar er Cornelis Aart Meijles, ráðunautur RML á rekstrar­ og umhverfissviði.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.