Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Garðyrkjubændum boðin þátttaka
Fréttir 30. ágúst 2023

Garðyrkjubændum boðin þátttaka

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Garðyrkjubændum stendur nú þátttaka til boða í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður í fyrsta sinn.

Einungis er þó rými fyrir fimm grænmetisframleiðendur, fyrst um sinn. Auk garðyrkjubænda hefur verið auglýst eftir tíu búum í sauðfjárrækt og/eða nautgriparækt.

Hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda

Rúm þrjú ár eru síðan verkefnið var sett af stað en það er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.Verkefnið gengur í grundvallaratriðum út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Boðið er upp á heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá RML, Land- græðslunni og Skógræktinni – auk þess sem þátttökustyrkir eru í boði, styrkir til efnagreininga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur. Verkefnið hefst í kringum mánaðamótin september/október 2023.

„Í raun verður þátttaka bænda með útiræktað grænmeti með svipuðu sniði og þeirra sem stunda búfjárrækt vegna þess hve mikil áhersla er lögð á jarðræktina í verkefninu eins og það hefur verið,“ segir Borgar Páll Bragason hjá RML. „Að sjálfsögðu verða samt breyttar áherslur hjá þátttakendum með útiræktað grænmeti samanborið við þá sem stunda búfjárrækt

Aðgerðaráætlanir garðyrkjubænda munu til dæmis örugglega hafa fleiri markmið sem tengjast því að nýta landið sem best og hámarka afurðir á hverja landeiningu á meðan sauðfjár- og nautgripabændur hafa meira horft til þess að nýta hvern grip sem best.

Við finnum fyrir miklum áhuga á verkefninu og ég reikna með að það haldi áfram með svipuðu sniði en við höfum ekki tryggt fjármagn því það náðist ekki að klára þau mál fyrir sumarfrí en ég reikna með að það verði klárað á næstu vikum.

Að sögn Borgars eru nú 21 bú sem komu inn á forsendum sauðfjárræktar og 23 á forsendum nautgriparæktar. Mörg þessara búa séu þó með blandaðan búskap. Hann segir að það kunni einnig að verða hjá þeim sem koma inn á forsendum útiræktaðs grænmetis, að vera í blönduðum búskap.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...