Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kolefnisjöfnun felur til að mynda í sér lausnir eins og að gróðursetja tré til að vega upp á móti orkunotkun verksmiðja.
Kolefnisjöfnun felur til að mynda í sér lausnir eins og að gróðursetja tré til að vega upp á móti orkunotkun verksmiðja.
Fréttir 16. mars 2022

GANNI tískuhús telur kolefnisjöfnun ekki framtíðarlausn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Danska kventískuvörumerkið GANNI hefur skotið rótum sínum hérlendis, en árið 2018 vann það fatalínu í samstarfi við fyrirtæki 66° Norður. Fram kemur á vefsíðu 66° Norður að „samstarfslínan sameini gildi og arfleifð beggja merkja í flíkum sem hannaðar eru til dagsdaglegrar notkunar jafnt sem útivistar.“ GANNI, sem var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2000, varð á tiltölulega skömmum tíma eitt virtasta tískumerki Dana. GANNI þykir búa yfir persónulegum samtímastíl, þó í sífelldri nýsköpun, og þótt vörur þess þyki allt að því hátíska eru þær á mun viðráðanlegra verði en ella.

Þar sem fyrirtækið hefur orð á sér að vera bæði nútímalegt og meðvitað kom það mörgum að óvörum er nýverið lýstu forsvarsmenn vörumerkisins því yfir að þau myndu framvegis ekki taka þátt í kolefnisjöfnun.

Heildstæð nálgun fyrr í ferlinu fremur en kolefnisjöfnun

Í kjölfarið kunngerðu þau reyndar að frekar hygðust þau vinna beint með birgjum – með það fyrir augum að fjárfesta í leiðum til að draga úr kolefnislosun frá upphafsreit þeirrar vinnu er viðkemur framleiðslu þeirra og taka þannig mun fyrr á rót vandans. Á þann hátt virkja þau mun heildstæðari nálgun þegar kemur að því að berjast gegn loftslagsbreytingum – en eigendur GANNI telja að með því að fara í gegnum allt framleiðsluferli tískuvarnings síns sé hægt að fjárfesta í og koma á leiðum til að draga úr kolefnislosun fyrr í ferlinu, frekar en með mótvægisverkefnum annars staðar. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku meðal annars þá ákvörðun að hætta að leggja fjármuni í kolefnisjöfnun og lögðu þá peninga til hliðar með það fyrir augum að fjárfesta í öðrum aðferðum til þess að draga úr kolefnisspori birgðakeðju sinnar.

Draga úr heildarlosun um 50% fyrir árið 2027

„Loftslagssérfræðingar hafa oftar en ekki bent á þessa hugmynd til að draga úr kolefnissporum og talið forsvarsmenn tískuiðnaðarins reiða sig um of á þá „lausn“ sem kolefnisjöfnun hefur verið álitin,“ segja eigendur GANNI, hjónin Ditte og Nicolaj Reffstrup. „Iðnaðurinn hefur því miður leyft sér að vanrækja þau skref er þarf þegar kemur að því að kolefnisjafna sína eigin birgðakeðju frá A til Ö.

Ein ástæðan gæti verið að það er kostnaðarsamara og oft mjög krefjandi að fara í gegnum allt það ferli – að minnsta kosti í fyrstu atrennu – á meðan kolefnisjöfnun, t.a.m. með því að planta tré í stað þess að stoppa mengandi framleiðsluferli, varð fólki eðlilegri leið en að koma jafnvægi á gang mála. Í þessu vildum við ekki taka þátt og hófum því tilraun með okkar eigin heildstæðari nálgun,“ segja Reffstrup-hjónin, en markmið þeirra er að draga úr heildarlosun fyrirtækisins um 50% fyrir árið 2027.

GANNI hefur hlotið bæði lof og umtal af öllu tagi varðandi ákvörðun sína en vonast er til að við mat komi í ljós að hún sé að stærstu leyti framtíðin er kemur að framleiðsluferli tískuhúsa. 

Skylt efni: kolefnisjöfnun | tíska | Ganni

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...