Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ganga til liðs við Samtök iðnaðarins
Fréttir 14. febrúar 2024

Ganga til liðs við Samtök iðnaðarins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) hafa gengið til liðs við Samtök iðnaðarins (SI) en samkomulag þess efnis var undirritað nýlega. Með samkomulaginu verða öll félög innan SAFL aðilar að SI og þar með Samtökum atvinnulífsins.

SAFL verða áfram sjálfstæð samtök og með starfandi framkvæmdastjóra en félagsmenn SAFL hafa þá einnig aðgang að fullri þjónustu Samtaka iðnaðarins.

Sameiginleg hagsmunamál

Að sögn Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra SAFL, hefur verið stefnt að því frá stofnun SAFL að samtökin yrðu hluti af Samtökum atvinnulífsins, enda mikilvægt að landbúnaðurinn sé hluti af hvers konar umræðu og stefnumótun íslensks atvinnulífs í heild.

„Mörg af helstu hagsmunamálum SAFL eru af sama meiði og SI hefur verið að beina spjótum sínum að undanfarið. Þar má helst nefna samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, blýhúðun regluverks, raforkumál og svo má lengi telja. Þar er mikilvægt að rödd landbúnaðarins heyrist. Ég lít því bjartsýn til komandi samstarfs og þátttöku okkar í að vinna að þessum mikilvægu málum.“

Heimild kjötafurðastöðva til samvinnu

Þegar Margrét er spurð um helstu verkefni SAFL á undanförnum vikum og mánuðum, segir hún að mikill tími hafi farið í baráttu fyrir því að kjötafurðastöðvar fái heimild til hagræðingar, með samvinnu, líkt og þekkist í nágrannalöndunum og einnig í mjólkuriðnaðinum hér á landi. „Hefur málið verið í vinnslu í kerfinu um langa hríð. Nú loks er komið stjórnarfrumvarp inn til Alþingis en það þyrfti þó að taka töluverðum breytingum ef það á að geta uppfyllt markmiðið um hagræðingu í greininni. Málið er nú hjá atvinnuveganefnd og bíðum við fregna um næstu skref.

Þá erum við að rýna skýrslu umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytisins um „gullhúðun“ EES-gerða um þessar mundir en eðli málsins samkvæmt nær málefnasvið ráðuneytisins yfir hluta af starfsemi landbúnaðarins og fyrirtækja í landbúnaði. Við höfum séð evrópska bændur rísa upp og mótmæla íþyngjandi regluverki og því er ótrúlegt að við séum í alltof mörgum tilvikum að ganga enn lengra en nauðsyn krefur hérlendis. Slíkt kemur niður á samkeppnisstöðu og gerir landbúnaðinum sem og öðrum greinum erfiðara fyrir en þörf er á.“

Samstarfsvettvangurinn með BÍ

Fyrir um rúmu ári síðan, á Búnaðarþingi 2023, var samþykkt ályktun um samstarfsvettvang SAFL og Bændasamtaka Íslands (BÍ) þar sem stjórn BÍ er falið að taka þátt í stofnun heildarsamtaka í landbúnaði með SAFL. Margrét segir að samtöl hafi átt sér stað á milli samtakanna á þessum tíma en ekki sé komin skýr mynd á það á þessari stundu.

„Sú vinna er óháð aðild SAFL að SI. Við eigum í góðu samstarfi við BÍ óháð framvindu þeirrar vinnu í hvers kyns málum. Við hófum sem dæmi sameiginlega morgunfundaröð um málefni landbúnaðar í janúar og er næsti fundur á dagskrá 22. febrúar næstkomandi,“ segir Margrét.

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...