Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Beate Stormo, eld- og járnsmiður og bóndi á Kristnesi, með módelið af risakusunni. Stefnt er að því að þetta nýja kennileiti Eyjafjarðarsveitar verði tilbúið næsta sumar og vígt í tengslum við Handverkshátíð sem þar er haldin árlega.
Beate Stormo, eld- og járnsmiður og bóndi á Kristnesi, með módelið af risakusunni. Stefnt er að því að þetta nýja kennileiti Eyjafjarðarsveitar verði tilbúið næsta sumar og vígt í tengslum við Handverkshátíð sem þar er haldin árlega.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 21. desember 2020

Gaman að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Beate Stormo, járn- og eldsmiður og bóndi í Kristnesi, hefur lokið við að gera módel af nýju kennileiti fyrir Eyjafjarðarsveit, þriggja metra hárri kú og fimm metra langri. Hún er að að sanka að sér efnivið og hyggst hefjast handa við að setja risakúna saman heima á hlaði þegar aðeins fer að vora. Hugmyndir eru uppi um að koma risakúnni fyrir við Sólgarð og að það verði gert í tengslum við Handverkshátíð sem haldin er árlega á Hrafnagili í ágústmánuði.

Ferðamálafélag Eyjafjarðar hefur forgöngu um þetta verkefni. Kýrin á að minna gesti sveitarfélagsins á mikilvægi mjólkurframleiðslu í sveitarfélaginu og hversu stór hluti þeirrar mjólkur sem framleiddur er á Íslandi á uppruna sinn í sveitarfélaginu. 

„Það verður virkilega gaman og spennandi að takast á við þetta verkefni,“ segir Beate, sem ekki hefur áður unnið við verkefni af þessari stærðargráðu. Hún segist því með sanni hoppa vel út fyrir þægindarammann við smíði á risakusunni. Hún hafi einkum einbeitt sér að fínni vinnu, gert smáa hluti á borð við teskeiðar, ostahnífa og snaga, svo dæmi séu tekin.

Aðstaða úti á hlaði

Beate hyggst nýta tímann yfir hörðustu vetrarmánuðina til að sanka að sér efnivið og koma sér upp aðstöðu heima á hlaði í Kristnesi. 

„Ég ætla svo að byrja að setja verkið saman þegar fer að vora og aðeins að hlýna. Þetta er svo stórt verk að ég verð að vera úti við smíðina,“ segir hún. „Ég renni í raun blint í sjóinn með hversu mikinn tíma tekur að vinna þetta verkefni. Ég hef aldrei áður unnið við verk af þessari stærð en er að reyna að gera mér grein fyrir umfanginu í huganum.“

Beate fær aðstoð næsta sumar við að setja verkið saman, eldsmiðir, bæði íslenskir og erlendir, hafa boðið fram aðstoð. Einn kemur frá Sviss og þá dvelur stúlka frá Eistlandi, lærður eldsmiður, á Kristnesi í vetur. 

„Og svo kemur fólk úr greininni héðan frá Íslandi til mín í júní og ég heyri að menn eru spenntir að taka þátt í þessu með mér,“ segir hún. 

Kýrin verður engin smásmíði, þrír metrar á hæð og fimm metrar á lengd.

Sótt í sagnabrunn um kýr

Beate segir að hún hafi sótt í sagnabrunn um kýr við hönnun verksins, m.a. sögur úr norrænni goðafræði og fleiri þekktar fornsögur norrænar þar sem kýr koma við sögu. Þá nefnir hún að Davíð Stefánsson hafi ort lofkvæði um kýr sem hún nýti í verkið. Valgerður Bjarnadóttir sagnakona er henni innan handar í leit að heppilegum tilvitnunum sem verða letraðar á verkið, og verða þær 13 talsins.

Skylt efni: Eyjafjarðarsveit

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...