Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir.
Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir.
Mynd / Myndasafn Bbí
Fréttir 23. september 2022

Fyrstu greiðslur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tillögum spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra setti á laggirnar vegna alvarlegrar stöðu landbúnaðar voru fyrstu greiðslur greiddar út fyrir helgi.

Greitt var álag á gæðastýringu í sauðfjárrækt ásamt álagi á framlög til geitfjárræktar, samtals 894,5 milljónir króna. Greiddar voru gripagreiðslur í nautgriparækt nú í vikunni, samtals 235 milljónir. Spretthópurinn lagði m.a. til að greitt yrði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi
búvörusamningum sem og sérstakar greiðslur til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu, samtals 2.460 milljónir króna.

Áætlað er að aðrar álagsgreiðslur verði greiddar samkvæmt eftirfarandi tímaáætlun.

September 2022
  • 20% álag á gripagreiðslur, holdakýr – 36 milljónir, greitt 21. september
  • 12 % álag á gripagreiðslur – mjólkurkýr – 199 milljónir, greitt 21. september
  • Aðlögun að lífrænni framleiðslu í garðyrkju – 5 milljónir
Október 2022
  • 65% álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur – 517 milljónir
  • 65% álag vegna útiræktaðs grænmetis – 34 milljónir
Nóvember 2022
  • 75% álag á nautakjötsframleiðslu, önnur álagsgreiðsla vegna framleiðslu júlí-september – 41 milljón
Febrúar 2023
  • 25% álag á beingreiðslur í garðyrkju – 101 milljón
  • 75% álag á nautakjötsframleiðslu, þriðja álagsgreiðsla vegna framleiðslu október-desember – 41 milljón.

Uppgjör álags á gæðastýringu fer jafnframt fram í febrúar samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Spretthópurinn lagði einnig til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum.

Ráðuneytið vinnur að undirbúningi umsóknarferils vegna framangreindra stuðningsgreiðslna sem áætlað er að fari fram snemma árs 2023.

Skylt efni: spretthópurinn

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...