Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir.
Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir.
Mynd / Myndasafn Bbí
Fréttir 23. september 2022

Fyrstu greiðslur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tillögum spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra setti á laggirnar vegna alvarlegrar stöðu landbúnaðar voru fyrstu greiðslur greiddar út fyrir helgi.

Greitt var álag á gæðastýringu í sauðfjárrækt ásamt álagi á framlög til geitfjárræktar, samtals 894,5 milljónir króna. Greiddar voru gripagreiðslur í nautgriparækt nú í vikunni, samtals 235 milljónir. Spretthópurinn lagði m.a. til að greitt yrði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi
búvörusamningum sem og sérstakar greiðslur til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu, samtals 2.460 milljónir króna.

Áætlað er að aðrar álagsgreiðslur verði greiddar samkvæmt eftirfarandi tímaáætlun.

September 2022
  • 20% álag á gripagreiðslur, holdakýr – 36 milljónir, greitt 21. september
  • 12 % álag á gripagreiðslur – mjólkurkýr – 199 milljónir, greitt 21. september
  • Aðlögun að lífrænni framleiðslu í garðyrkju – 5 milljónir
Október 2022
  • 65% álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur – 517 milljónir
  • 65% álag vegna útiræktaðs grænmetis – 34 milljónir
Nóvember 2022
  • 75% álag á nautakjötsframleiðslu, önnur álagsgreiðsla vegna framleiðslu júlí-september – 41 milljón
Febrúar 2023
  • 25% álag á beingreiðslur í garðyrkju – 101 milljón
  • 75% álag á nautakjötsframleiðslu, þriðja álagsgreiðsla vegna framleiðslu október-desember – 41 milljón.

Uppgjör álags á gæðastýringu fer jafnframt fram í febrúar samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Spretthópurinn lagði einnig til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum.

Ráðuneytið vinnur að undirbúningi umsóknarferils vegna framangreindra stuðningsgreiðslna sem áætlað er að fari fram snemma árs 2023.

Skylt efni: spretthópurinn

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...