Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir.
Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir.
Mynd / Myndasafn Bbí
Fréttir 23. september 2022

Fyrstu greiðslur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tillögum spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra setti á laggirnar vegna alvarlegrar stöðu landbúnaðar voru fyrstu greiðslur greiddar út fyrir helgi.

Greitt var álag á gæðastýringu í sauðfjárrækt ásamt álagi á framlög til geitfjárræktar, samtals 894,5 milljónir króna. Greiddar voru gripagreiðslur í nautgriparækt nú í vikunni, samtals 235 milljónir. Spretthópurinn lagði m.a. til að greitt yrði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi
búvörusamningum sem og sérstakar greiðslur til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu, samtals 2.460 milljónir króna.

Áætlað er að aðrar álagsgreiðslur verði greiddar samkvæmt eftirfarandi tímaáætlun.

September 2022
  • 20% álag á gripagreiðslur, holdakýr – 36 milljónir, greitt 21. september
  • 12 % álag á gripagreiðslur – mjólkurkýr – 199 milljónir, greitt 21. september
  • Aðlögun að lífrænni framleiðslu í garðyrkju – 5 milljónir
Október 2022
  • 65% álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur – 517 milljónir
  • 65% álag vegna útiræktaðs grænmetis – 34 milljónir
Nóvember 2022
  • 75% álag á nautakjötsframleiðslu, önnur álagsgreiðsla vegna framleiðslu júlí-september – 41 milljón
Febrúar 2023
  • 25% álag á beingreiðslur í garðyrkju – 101 milljón
  • 75% álag á nautakjötsframleiðslu, þriðja álagsgreiðsla vegna framleiðslu október-desember – 41 milljón.

Uppgjör álags á gæðastýringu fer jafnframt fram í febrúar samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Spretthópurinn lagði einnig til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum.

Ráðuneytið vinnur að undirbúningi umsóknarferils vegna framangreindra stuðningsgreiðslna sem áætlað er að fari fram snemma árs 2023.

Skylt efni: spretthópurinn

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...