Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir.
Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir.
Mynd / Myndasafn Bbí
Fréttir 23. september 2022

Fyrstu greiðslur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tillögum spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra setti á laggirnar vegna alvarlegrar stöðu landbúnaðar voru fyrstu greiðslur greiddar út fyrir helgi.

Greitt var álag á gæðastýringu í sauðfjárrækt ásamt álagi á framlög til geitfjárræktar, samtals 894,5 milljónir króna. Greiddar voru gripagreiðslur í nautgriparækt nú í vikunni, samtals 235 milljónir. Spretthópurinn lagði m.a. til að greitt yrði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi
búvörusamningum sem og sérstakar greiðslur til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu, samtals 2.460 milljónir króna.

Áætlað er að aðrar álagsgreiðslur verði greiddar samkvæmt eftirfarandi tímaáætlun.

September 2022
  • 20% álag á gripagreiðslur, holdakýr – 36 milljónir, greitt 21. september
  • 12 % álag á gripagreiðslur – mjólkurkýr – 199 milljónir, greitt 21. september
  • Aðlögun að lífrænni framleiðslu í garðyrkju – 5 milljónir
Október 2022
  • 65% álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur – 517 milljónir
  • 65% álag vegna útiræktaðs grænmetis – 34 milljónir
Nóvember 2022
  • 75% álag á nautakjötsframleiðslu, önnur álagsgreiðsla vegna framleiðslu júlí-september – 41 milljón
Febrúar 2023
  • 25% álag á beingreiðslur í garðyrkju – 101 milljón
  • 75% álag á nautakjötsframleiðslu, þriðja álagsgreiðsla vegna framleiðslu október-desember – 41 milljón.

Uppgjör álags á gæðastýringu fer jafnframt fram í febrúar samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Spretthópurinn lagði einnig til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum.

Ráðuneytið vinnur að undirbúningi umsóknarferils vegna framangreindra stuðningsgreiðslna sem áætlað er að fari fram snemma árs 2023.

Skylt efni: spretthópurinn

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...