Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrsta slætti víðast lokið
Fréttir 25. júlí 2019

Fyrsta slætti víðast lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heyskapur hefur gengið vel á Norður- og Suðurlandi í sumar og fyrsta slætti víðast lokið og annar sláttur hafinn. Tún í Lóni eru sums staðar illa farin af þurrki.

Sigurgeir Hreinsson, fram-kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að fyrsti sláttur hafi hafist um 10. júní og gengið ágætlega. „Það var skúrasamt á tímabili og menn þurftu því að hafa hraðar hendur eins og þeir hafa reyndar oft í dag með góðum græjum. Tekjan eftir fyrsta slátt var frá því að lafa í meðaluppskeru og í að vera 30% minni en í meðalári þar sem er þurrlent. Nú er víða orðið svo loðið að menn eru farnir í annan slátt en undanfarið hefur verið skúrasamt og það hefur tafið fyrir.“

Miðað við sprettuna undanfarið tel ég víst að þeir sem klára annan slátt á næstu dögum þurfi að slá í þriðja sinn í lok ágúst.“

Að sögn Sigurgeirs hófst sláttur í Þingeyjarsýslu seinna en í Eyjafirði og enn seinna sem austar dró og þar sé sláttur ekki enn hafinn á sumum stöðum.

Góð tíð á Suðurlandi

Sveinn Sigurmundsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir að tíðin á Suðurlandi hafi verið góð það sem af er sumri. „Langflestir bændur eru langt komnir með fyrsta slátt eða búnir með hann. Margir eiga eftir að slá hána og grænkál þegar líður að hausti. Ég hef ekki heyrt annað en að heyskapurinn hafi gengið vel hjá öllum og tekjan sæmileg.“

Sveinn segist hafa verið á ferð í Austur-Skaftafellssýslu fyrir skömmu og komið honum á óvart hvað mörg tún í Lóni voru illa farin af þurrkum. 

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...