Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrsta slætti víðast lokið
Fréttir 25. júlí 2019

Fyrsta slætti víðast lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heyskapur hefur gengið vel á Norður- og Suðurlandi í sumar og fyrsta slætti víðast lokið og annar sláttur hafinn. Tún í Lóni eru sums staðar illa farin af þurrki.

Sigurgeir Hreinsson, fram-kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að fyrsti sláttur hafi hafist um 10. júní og gengið ágætlega. „Það var skúrasamt á tímabili og menn þurftu því að hafa hraðar hendur eins og þeir hafa reyndar oft í dag með góðum græjum. Tekjan eftir fyrsta slátt var frá því að lafa í meðaluppskeru og í að vera 30% minni en í meðalári þar sem er þurrlent. Nú er víða orðið svo loðið að menn eru farnir í annan slátt en undanfarið hefur verið skúrasamt og það hefur tafið fyrir.“

Miðað við sprettuna undanfarið tel ég víst að þeir sem klára annan slátt á næstu dögum þurfi að slá í þriðja sinn í lok ágúst.“

Að sögn Sigurgeirs hófst sláttur í Þingeyjarsýslu seinna en í Eyjafirði og enn seinna sem austar dró og þar sé sláttur ekki enn hafinn á sumum stöðum.

Góð tíð á Suðurlandi

Sveinn Sigurmundsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir að tíðin á Suðurlandi hafi verið góð það sem af er sumri. „Langflestir bændur eru langt komnir með fyrsta slátt eða búnir með hann. Margir eiga eftir að slá hána og grænkál þegar líður að hausti. Ég hef ekki heyrt annað en að heyskapurinn hafi gengið vel hjá öllum og tekjan sæmileg.“

Sveinn segist hafa verið á ferð í Austur-Skaftafellssýslu fyrir skömmu og komið honum á óvart hvað mörg tún í Lóni voru illa farin af þurrkum. 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...