Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsta slætti víðast lokið
Fréttir 25. júlí 2019

Fyrsta slætti víðast lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heyskapur hefur gengið vel á Norður- og Suðurlandi í sumar og fyrsta slætti víðast lokið og annar sláttur hafinn. Tún í Lóni eru sums staðar illa farin af þurrki.

Sigurgeir Hreinsson, fram-kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að fyrsti sláttur hafi hafist um 10. júní og gengið ágætlega. „Það var skúrasamt á tímabili og menn þurftu því að hafa hraðar hendur eins og þeir hafa reyndar oft í dag með góðum græjum. Tekjan eftir fyrsta slátt var frá því að lafa í meðaluppskeru og í að vera 30% minni en í meðalári þar sem er þurrlent. Nú er víða orðið svo loðið að menn eru farnir í annan slátt en undanfarið hefur verið skúrasamt og það hefur tafið fyrir.“

Miðað við sprettuna undanfarið tel ég víst að þeir sem klára annan slátt á næstu dögum þurfi að slá í þriðja sinn í lok ágúst.“

Að sögn Sigurgeirs hófst sláttur í Þingeyjarsýslu seinna en í Eyjafirði og enn seinna sem austar dró og þar sé sláttur ekki enn hafinn á sumum stöðum.

Góð tíð á Suðurlandi

Sveinn Sigurmundsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir að tíðin á Suðurlandi hafi verið góð það sem af er sumri. „Langflestir bændur eru langt komnir með fyrsta slátt eða búnir með hann. Margir eiga eftir að slá hána og grænkál þegar líður að hausti. Ég hef ekki heyrt annað en að heyskapurinn hafi gengið vel hjá öllum og tekjan sæmileg.“

Sveinn segist hafa verið á ferð í Austur-Skaftafellssýslu fyrir skömmu og komið honum á óvart hvað mörg tún í Lóni voru illa farin af þurrkum. 

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...