Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð
Fréttir 5. september 2023

Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sett hefur verið á fót ný deild í hestaíþróttum, 1. deild, og er henni ætlað að koma á milli áhugamannadeildar og meistaradeildar hestaíþrótta.

Garðar Hólm Birgisson.

Fyrsta deildin í hestaíþróttum mun halda keppniskvöld sín í Samskipahöllinni á komandi ári. Mun að sögn Garðars Hólm Birgissonar, hestamanns og fasteignasala, verða miðað við að alla jafna sé keppt
daginn eftir mót áhugamannadeildar.

Að sögn Garðars er 1. deildin stofnuð í kjölfar endurtekinna áskorana þar um. „Í 1. deildinni verður keppt eftir reglum FEIF,“ segir Garðar, en þó sé horft fram hjá þeim annmarka að öll innanhúsmótin séu haldin
á minni velli en gert er ráð fyrir í FEIF-reglum. „Keppt verður í liða- og einstaklingskeppni,“ heldur Garðar áfram. „Keppnisgreinarnar verða V1, F1, T1, PP1, T2, P2 og gæðingalist 2. Nýja deildin verður með svipuðu formi og Meistaradeildin hefur verið haldin sl. árin og reynst vel. Miðað er við að 8 lið keppi á tímabilinu og verður fjöldi knapa í hverju liði takmarkaður við fimm aðila og þrír keppa í hverri grein. Riðin verða bæði A og B úrslit, 5 knapar verða í hvorum úrslitum, efsti hestur B-úrslita færist ekki upp í A-úrslit,“ segir Garðar enn fremur.

Fram kemur í fréttatilkynningu að knapar skuli vera fullgildir meðlimir í hestamannafélagi sem er í Landssambandi hestamannafélaga.

Þar sem Landssamband hestamannafélaga er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gildi lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa 1. deildar í hestaíþróttum.

Lágmarksaldur knapa í 1. deild sé 18 ára, 19 ára á árinu. Önnur skilyrði eru ekki varðandi þátttöku knapa og er þetta því, að sögn Garðars, deild sem ætti að henta mjög breiðum hópi. Opið sé fyrir umsóknir liða.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...