Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð
Fréttir 5. september 2023

Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sett hefur verið á fót ný deild í hestaíþróttum, 1. deild, og er henni ætlað að koma á milli áhugamannadeildar og meistaradeildar hestaíþrótta.

Garðar Hólm Birgisson.

Fyrsta deildin í hestaíþróttum mun halda keppniskvöld sín í Samskipahöllinni á komandi ári. Mun að sögn Garðars Hólm Birgissonar, hestamanns og fasteignasala, verða miðað við að alla jafna sé keppt
daginn eftir mót áhugamannadeildar.

Að sögn Garðars er 1. deildin stofnuð í kjölfar endurtekinna áskorana þar um. „Í 1. deildinni verður keppt eftir reglum FEIF,“ segir Garðar, en þó sé horft fram hjá þeim annmarka að öll innanhúsmótin séu haldin
á minni velli en gert er ráð fyrir í FEIF-reglum. „Keppt verður í liða- og einstaklingskeppni,“ heldur Garðar áfram. „Keppnisgreinarnar verða V1, F1, T1, PP1, T2, P2 og gæðingalist 2. Nýja deildin verður með svipuðu formi og Meistaradeildin hefur verið haldin sl. árin og reynst vel. Miðað er við að 8 lið keppi á tímabilinu og verður fjöldi knapa í hverju liði takmarkaður við fimm aðila og þrír keppa í hverri grein. Riðin verða bæði A og B úrslit, 5 knapar verða í hvorum úrslitum, efsti hestur B-úrslita færist ekki upp í A-úrslit,“ segir Garðar enn fremur.

Fram kemur í fréttatilkynningu að knapar skuli vera fullgildir meðlimir í hestamannafélagi sem er í Landssambandi hestamannafélaga.

Þar sem Landssamband hestamannafélaga er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gildi lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa 1. deildar í hestaíþróttum.

Lágmarksaldur knapa í 1. deild sé 18 ára, 19 ára á árinu. Önnur skilyrði eru ekki varðandi þátttöku knapa og er þetta því, að sögn Garðars, deild sem ætti að henta mjög breiðum hópi. Opið sé fyrir umsóknir liða.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...