Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 9. september 2019

Furðudýr, fjólufætlur, bakteríur og kóralar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ýmislegt áhugavert kom fram á neðansjávarmyndum þegar leiðangursfólk á Bjarna Sæm­undssyni kannaði lífríki hafs­botnsins á Jökul-, Háfa- og Horna­fjarðardjúpi fyrr í sumar.

Leiðangurinn er liður í gagnasöfnun fyrir langtímaverkefnið Kortlagning búsvæða þar sem ólík búsvæði á hafsbotninum við landið eru skilgreind og fjölbreytileiki þeirra er skoðaður. Einnig er lagt mat á hvort um viðkvæm eða fágæt búsvæði sé að ræða og hvort grípa þurfi til aðgerða til verndar þeim.

Að þessu sinni var botninn yst í Jökuldjúpi um 50 til 80 sjómílur vestsuðvestur af Garðsskaga skoðaður. Litið var á uppstreymissvæði austur af Eldey, á grjóthóla við Kötlugrunn og á landgrunnsbrúnina og kantinn allt frá Háfadjúpi að Hornafjarðardjúpi.

Tilgangur rannsókna

Á hafsbotninum við Ísland er að finna fjölbreytt dýralíf og mörg ólík búsvæði. Með kortlagningu búsvæða er unnið að því að afla upplýsinga um útbreiðslu þeirra og safna gögnum til að lýsa lífríki þeirra, meta umfang og mikilvægi hvers vistkerfis og þörf á verndun.

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að flestar tegundir fiska í hafinu umhverfis landið séu vel þekktar og hafa fiskistofnar hér við land verið vaktaðir árum saman til að meta stofnstærð og veita ráðgjöf um veiðar. Breytingar á útbreiðslu fiskistofna, til dæmis vegna hitabreytinga, eru því augljósar.

Búsvæðin sem fundust einkenndust af mismunandi setgerð og lífverum eins og sæbjúgum, krossfiskum, svömpum, kórölum eða bakteríum. Alls voru mynduð 70 snið eftir botninum og var hvert snið um 600 metra langt. Myndað var á 100 til 700 m dýpi. Úrvinnsla myndefnis mun fara fram í landi og verða öll dýr greind og talin og botngerð og rusl og slitin veiðarfæri skráð.  

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f