Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 9. september 2019

Furðudýr, fjólufætlur, bakteríur og kóralar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ýmislegt áhugavert kom fram á neðansjávarmyndum þegar leiðangursfólk á Bjarna Sæm­undssyni kannaði lífríki hafs­botnsins á Jökul-, Háfa- og Horna­fjarðardjúpi fyrr í sumar.

Leiðangurinn er liður í gagnasöfnun fyrir langtímaverkefnið Kortlagning búsvæða þar sem ólík búsvæði á hafsbotninum við landið eru skilgreind og fjölbreytileiki þeirra er skoðaður. Einnig er lagt mat á hvort um viðkvæm eða fágæt búsvæði sé að ræða og hvort grípa þurfi til aðgerða til verndar þeim.

Að þessu sinni var botninn yst í Jökuldjúpi um 50 til 80 sjómílur vestsuðvestur af Garðsskaga skoðaður. Litið var á uppstreymissvæði austur af Eldey, á grjóthóla við Kötlugrunn og á landgrunnsbrúnina og kantinn allt frá Háfadjúpi að Hornafjarðardjúpi.

Tilgangur rannsókna

Á hafsbotninum við Ísland er að finna fjölbreytt dýralíf og mörg ólík búsvæði. Með kortlagningu búsvæða er unnið að því að afla upplýsinga um útbreiðslu þeirra og safna gögnum til að lýsa lífríki þeirra, meta umfang og mikilvægi hvers vistkerfis og þörf á verndun.

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að flestar tegundir fiska í hafinu umhverfis landið séu vel þekktar og hafa fiskistofnar hér við land verið vaktaðir árum saman til að meta stofnstærð og veita ráðgjöf um veiðar. Breytingar á útbreiðslu fiskistofna, til dæmis vegna hitabreytinga, eru því augljósar.

Búsvæðin sem fundust einkenndust af mismunandi setgerð og lífverum eins og sæbjúgum, krossfiskum, svömpum, kórölum eða bakteríum. Alls voru mynduð 70 snið eftir botninum og var hvert snið um 600 metra langt. Myndað var á 100 til 700 m dýpi. Úrvinnsla myndefnis mun fara fram í landi og verða öll dýr greind og talin og botngerð og rusl og slitin veiðarfæri skráð.  

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...