Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mynd / Hafrannsóknastofun.
Mynd / Hafrannsóknastofun.
Fréttir 3. febrúar 2020

Fundu ekki nýtanleg ígulkeramið í Ísafjarðardjúpi en víða í Húnaflóa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér tvær skýrslur um skollakopp sem gera grein fyrir niðurstöðum könnunar á ígulkeramiðum í Ísafjarðardjúpi og Húnaflóa með ígulkeraplóg.

Niðurstöður leiddu í ljós að engin nýtanleg ígulkeramið eru á þeim svæðum sem skoðuð voru í Ísafjarðardjúpi en skollakoppur fannst víða í Húnaflóa. Á því svæði sem þéttleiki skollakopps var mestur voru ígulkerin yfirleitt smá og undir löndunarstærð en auk þess var mikið af kóralþörungi á svæðinu.

Á öðrum svæðum þar sem skollakoppur var í veiðanlegu magni var minna magn kóralþörunga, en þeir greindust á fjórum af þeim tíu stöðvum sem voru skoðaðar.

Þess má geta að greinóttir kóralþörungar mynda afar viðkvæm og fjölbreytileg búsvæði með hátt verndargildi. Þau eru talin mikilvæg fyrir ungviði nytjastofna og ætti því ekki að stunda plógveiðar á þeim.

Þórishólmi ehf. stóð fyrir leið­öngrunum en um borð var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Tíu stöðvar voru skoðaðar á hverju svæði. 

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...