Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fuglar kveikja elda
Fréttir 6. febrúar 2018

Fuglar kveikja elda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á atferli fugla í Ástralíu staðfesta að ákveðnar tegundir ránfugla eru ábyrgar fyrir útbreiðslu sinubruna og að fuglarnir eigi það einnig til að kveikja eldana sjálfir.

Safnað hefur verið fjölda frásagna frá sjónarvottum sem segjast annaðhvort hafa séð ránfugla, til dæmis fálka, lækka flugið og grípa með sér glóandi grein og sleppa henni yfir svæði þar sem enginn eldur logar. Sinubrunar af völdum eldinga eru algengir í Ástralíu og af frásögnunum að dæma hafa fuglarnir lært að notfæra sér eldinn til að lokka fram bráð úr felustað sínum þar sem fuglarnir sitja fyrir henni.

Innfæddir Ástralíubúar hafa lengi sagt að fuglarnir, sem þeir kalla eldfálka, eigi það til að kveikja elda með þessum hætti. Fram að þessu hefur verið litið svo á að frásagnir þeirra séu hluti af þjóðtrú en eigi ekki við rök að styðjast.

Að söng ástralsks slökkviliðs­manns kann atferli fuglanna að skýra af hverju sinu- og kjarreldar virðast stundum kvikna og breiðast út af sjálfu sér í nágrenni og stundum töluverðari fjarlægð, allt að kílómetra, frá öðrum eldum. 

Skylt efni: Fuglar | Ástralia | eldur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...