Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús
Mynd / Egor Myznik
Fréttir 27. október 2022

Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Starfsmaður kjúklingabús á Spáni greindist með fuglaflensu í lok september.

Þar með hefur þetta afbrigði tvisvar greinst í mönnum í Evrópu, en fyrra skiptið var á Bretlandi í desember 2021. Í báðum tilfellum hafa hinir smituðu fengið veiruna við meðhöndlun á sýktum fuglum. Starfsmaður spánska búsins var með mjög lítið magn smitefna, án einkenna og er nú laus við veiruna.

Málið má rekja til þess að plágur komu upp á tveimur kjúklingabúum í Guadalajara, skammt frá Madrid á Spáni. Mikið smitálag fuglaflensu hefur verið í Evrópu undanfarin misseri og er afbrigðið sem gengur núna bráðdrepandi fuglum.

Með þessum tveimur faröldrum hefur fuglaflensa greinst á spænskum kjúklingabúum 36 sinnum á árinu. Yfirvöld á svæðinu telja ástandið ekki áhyggjuefni eins og er. Mjög sjaldgæft er að fuglaflensa smitist milli manna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af að með fjölgun tilfella fuglaflensunnar í villtum og tömdum fuglum komi fram stökkbreytt tilfelli sem berist milli manna.

Nokkrir litlir faraldrar hafa komið upp undanfarna áratugi og hefur dánartíðni verið há.

Skylt efni: fuglaflensa | utan úr heimi

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...