Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús
Mynd / Egor Myznik
Fréttir 27. október 2022

Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Starfsmaður kjúklingabús á Spáni greindist með fuglaflensu í lok september.

Þar með hefur þetta afbrigði tvisvar greinst í mönnum í Evrópu, en fyrra skiptið var á Bretlandi í desember 2021. Í báðum tilfellum hafa hinir smituðu fengið veiruna við meðhöndlun á sýktum fuglum. Starfsmaður spánska búsins var með mjög lítið magn smitefna, án einkenna og er nú laus við veiruna.

Málið má rekja til þess að plágur komu upp á tveimur kjúklingabúum í Guadalajara, skammt frá Madrid á Spáni. Mikið smitálag fuglaflensu hefur verið í Evrópu undanfarin misseri og er afbrigðið sem gengur núna bráðdrepandi fuglum.

Með þessum tveimur faröldrum hefur fuglaflensa greinst á spænskum kjúklingabúum 36 sinnum á árinu. Yfirvöld á svæðinu telja ástandið ekki áhyggjuefni eins og er. Mjög sjaldgæft er að fuglaflensa smitist milli manna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af að með fjölgun tilfella fuglaflensunnar í villtum og tömdum fuglum komi fram stökkbreytt tilfelli sem berist milli manna.

Nokkrir litlir faraldrar hafa komið upp undanfarna áratugi og hefur dánartíðni verið há.

Skylt efni: fuglaflensa | utan úr heimi

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...