Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenski sportbíllinn „Adrenalín“, sem var hannaður og smíðaður af Gunnari E. Bjarnasyni og Theódóri H. Sighvatssyni, er á safninu og vekur þar mikla athygli.
Íslenski sportbíllinn „Adrenalín“, sem var hannaður og smíðaður af Gunnari E. Bjarnasyni og Theódóri H. Sighvatssyni, er á safninu og vekur þar mikla athygli.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. júlí 2021

Frystihúsið – nýtt og glæsilegt bílasafn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 26. júní, á 53 ára afmælisdegi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, var opnað nýtt og glæsilegt bílasafn á Breiðdalsvík.

Safnið heitir „Frystihúsið bílasafn“ eða „Factory Car Museum“ á ensku. Safnið eru í eigu þeirra Ólafs Hvanndals, Ingólfs Finnssonar, Guðbjartar Guðmundssonar og Ingólfs Finnbogasonar. Þar eru rúmlega 20 bílar af ýmsum tegundum, m.a. Porsche, Mercedes Benz, Lotus, BMW, Morgan og Jaguar. Þá er á safninu eintak af íslenska sportbílnum „Adrenalín“, sem var framleiddur í aðeins tveimur eintökum skömmu fyrir síðustu aldamót.

„Bílarnir eru flestir í einkaeigu og þá ýmist í eigu okkar eigenda safnsins eða annarra sem hafa verið svo velviljaðir að lána safninu bíla. Safnið mun verða lifandi á þann hátt að safngripum verður reglulega skipt út svo alltaf verði eitthvað nýtt að sjá fyrir gesti,“ segir Ólafur.

En hvaða bíll fær mesta athygli á safninu?

„Það er Mercedes Benz 290B árgerð 1937 en sá bíll var embættisbíll Werner Gerlach, ræðismanns Þýskalands á Íslandi á stríðstímanum og líklega einn sögufrægasti bíll Íslandssögunnar,“ segir Ólafur. Safnið, sem er í gamla frystihúsinu á Breiðdalsvík verður opið í allt sumar alla daga frá kl. 10.00–18.00 og kostar þúsund krónur inn á safnið en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.

Guðbjartur Guðmundsson (lengst til vinstri), Ólafur Hvanndal Ólafsson, Ingólfur Finnbogason og Ingólfur Finnsson að opna safnið laugardaginn 26. júní 2021. Þeir hvetja alla til þess að leggja leið sína til Breiðdalsvíkur til þess að skoða bílasafnið og njóta alls þess sem bærinn hefur upp á að bjóða.

Tveir af bílunum á safninu, Mercedes Benz 290B árgerð 1937 (til vinstri) og Mercedes Benz 170V árgerð 1936.

Mikið af glæsilegum bílum eru á safninu þar sem bílaáhugamenn, karlar og konur geta gleymt sér við að skoða bílana.

Skylt efni: bílasafn | Frystihúsið

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...