Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fréttatilkynningin frá Dýralæknafélagi Íslands og BHM
Fréttir 22. maí 2015

Fréttatilkynningin frá Dýralæknafélagi Íslands og BHM

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staða mála í samningaviðræðum BHM og samninganefndar ríkisins er alvarleg og bendir margt til þess að ríkið ætli ekki að koma til samningaborðsins með neinar lausnir fyrr en samið hefur verið á almennum markaði. Á sama tíma þyngist róðurinn hjá þeim sem aðgerðaleysi stjórnvalda bitnar á.

Dýralæknar hafa alla tíð haft velferð dýra að leiðarljósi og vinna öðrum fremur að því að tryggja góðan aðbúnað og heilbrigði dýra, bæði í verkfalli og utan þess.

Í ljósi þessa hefur Dýralæknafélag Íslands ákveðið að taka tillit til þess við afgreiðslu undanþágubeiðna að hætta sé á að framleiðendur svína- og alifuglakjöts muni eiga í erfiðleikum með að afla aðfanga og fóðurs fyrir búfénað sinn.

Dýralæknafélag Íslands harmar afstöðu stjórnvalda til starfsmanna sinna sem nú hafa verið í verkfalli í allt að sex vikur og skorar á ríkið að horfast í augu við ábyrgð sína og leysa tafarlaust úr málum.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.