Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Three Georges Dam, stærsta vatnsorkuver Kínverja, er með 22.500 megavött í uppsettu afli, eða á við nærri 33 Kárahnjúkavirkjanir.
Three Georges Dam, stærsta vatnsorkuver Kínverja, er með 22.500 megavött í uppsettu afli, eða á við nærri 33 Kárahnjúkavirkjanir.
Fréttaskýring 1. júlí 2020

Kína er langöflugasta þjóð heims í framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir nú 13% samdrætti frá 2019 í framleiðslu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum á árinu 2020. Það er í fyrsta sinn síðan á árinu 2000 að bakslag verður í raforkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 
 
Þetta er 20% bakslag miðað við það sem áður var spáð um að árið 2020 yrði metár í raforkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Á árinu 2019 var uppsett afl raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum í heiminum öllum 192,3 gígavött (192.300 megavött). Sú afkastageta mun dragast saman niður í 17,7 GW á þessu ári samkvæmt spá IEA.  Ástæðan er sögð seinkanir á framkvæmdum vegna bakslags í fjármögnun og vandræðagangi við að útvega íhluti og búnað vegna lokana verksmiðja út af COVID-19. Þá er líka rætt um óvissu í stefnumörkun á þessu sviði og þróun markaða.
 
IEA spáir því jafnframt að raforkuframleiðsla með endur­nýjanlegum orkugjöfum muni ná sér á strik að nýju á næsta ári og fari í ríflega það sem var 2019, eða í 196,1 GW afl.
 
Segir endurnýjanlega orkugjafa munu spila lykilhlutverk í framtíðinni
 
Alþjóðaorkumálastofnunin telur að þrátt fyrir hökt í framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum á þessu ári, þ.e. vatnsorku, vindorku, sólarorku, lífefnaeldsneyti, jarðhita og fleiru, þá fleygi tækninni ört fram á þeim sviðum. Endurnýjanlegir orkukostir munu spila lykilhlutverk í orkumálum á komandi árum. Þannig muni vind og sólarorka nema um helmingi af raforkuframleiðslu heimsins árið 2040. Rétt er þó að hafa í huga að ef það á að takast er verkefnið sannarlega tröllaukið miðað við raforkuframleiðslu sem fram fer í dag með kolum, olíu og gasi. Hrap á olíuverði og fjárfestingum í orkugeiranum mun örugglega ekki auðvelda áform í þessa veru.
 
Samkvæmt tölum úr úttekt Sustainable Development Goal  (SDG) á raforkunotkun heimsins þá nam hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa um 24% árið 2016 og tæpum 29% árið 2019. Þar af var mest framleitt með vatnsafli eða 4.333 teravattstundir (TWh), Vindorka á landi nam 1.323 TWh, vindorka á sjó nam 82 TWh, sólarorka nam 720 TWh, lífefnaeldsneyti nam 589 TWh og raforkuframleiðsla með jarðvarma nam 92 TWh. 
 
Kínverjar langstærstir í endurnýjanlegri orku
 
Þó oft sé talað um Kína sem mesta umhverfissóðann í veröldinni vegna þess hversu mikið af rafmagni þar í landi er framleitt með kolum, þá er Kína líka langöflugasta ríki veraldar í framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þar var uppsett afl 65,3 GW af þessari grænu orku á árinu 2019. Spáð er að sú framleiðslugetan aukist í 76,6 GW á árinu 2020 og í 78,4 GW á árinu 2021. 
 
Vistvæn raforka í Kína á við 111 Kárahnjúkavirkjanir
 
Til samanburðar er uppsett afl Fljótsdalsstöðvar (Kárahnjúk­a­­virkjunar) 690 megavött (tæp 0,7 GW). Þannig munu Kín­verjar framleiða raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum á þessu ári sem nemur framleiðslugetu um 111 Kárahnjúkavirkjana.
 
Stærsta vatnsorkuver Kínverja, Three Georges Dam, er með uppsett afl upp á 22.500 megavött og framleiddi tæp 102 teravattstundir af raforku (TWh) á árinu 2018. 
 
Mest framleiddu Kínverjar af raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2017, eða 82,4 GW. Þetta er samt vart nema dropi í hafið miðað við raforkuframleiðslugetu Kínverja með kolum sem nam á síðasta ári um 1.005 gígavöttum (sem nemur afli rúmlega 1.456 Kárahnjúkavirkjana). 
 
Evrópa ekki hálfdrættingur á við Kína í framleiðslu á hreinni orku
 
Til samanburðar er því spáð að samanlagt afl raforkuframleiðslu í Evrópu með endurnýjanlegum orkugjöfum falli úr 35,3 GW árið 2019 í 22,1 GW á yfirstandandi ári. Þá er spáð að hún fari þar í 31,9 GW á næsta ári.  
 
Bandaríkin einungis með þriðjung af hreinu rafafli Kínverja
 
Næststærsta framleiðsluríki heims á raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum er Bandaríkin. Þau framleiddu þó ekki nema um þriðjung af þeirri endurnýjanlegri orku sem Kínverjar framleiddu á árinu 2019, eða 22 GW. Á yfirstandandi ári er því spáð að Bandaríkin verði með 23,5 GW framleiðslugetu af raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum og 24,4 GW á næsta ári. 
Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin
Fréttaskýring 29. september 2023

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin

Hér á landi hafa verið lagðar ýmsar takmarkanir á sauðfjárræktina til að hindra ...

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...

Örplast í öll mál
Fréttaskýring 25. ágúst 2023

Örplast í öll mál

Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðju...

Deilt um framtíð lausagöngu
Fréttaskýring 27. júlí 2023

Deilt um framtíð lausagöngu

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit u...

Miklar breytingar í vændum
Fréttaskýring 14. júlí 2023

Miklar breytingar í vændum

Er miklu meiri skógrækt á Íslandi mál málanna? Eða er of hratt farið? Skógrækt t...

Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbý...

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum

Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði ja...