Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Framtíðarsýn bænda á heima­vinnslu og viðskipti
Mynd / BBL
Fréttir 5. febrúar 2019

Framtíðarsýn bænda á heima­vinnslu og viðskipti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stjórn Byggðastofnunar  hefur ákveðið að styrkja þrjá meist­ara­­nema sem vinna að loka­verkefnum á sviði byggðamála. Heild­ar­­upphæð styrkjanna er ein milljón króna. Veittir eru tveir styrkir að upphæð 350.000 krónur, en þriðja verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 300.000 krónur. Tvær rannsóknanna eru á sviði heilbrigðismála en þriðja verkefnið er könnun varðandi heimavinnslu landbúnaðar­afurða.
 
All­s bárust níu umsóknir um styrkina, sem er nokkur fjölgun frá síðasta ári. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og skulu verkefnin sem sótt er um styrk til hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar.
 
Langvinnir sjúkdómar fjarri sérfræðiþjónustu
 
Þórunn Björg Jóhannesdóttir, meistaranemi á heilbrigðis­vísindasviði í Háskólanum á Akureyri, hlaut 350 þúsund króna styrk vegna verkefnis sem heitir „Að takast á við langvinnan sjúkdóm fjarri sérfræðiþjónustu: upplifun einstaklinga með kransæðasjúkdóm“. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa upplifun fólks með kransæðasjúkdóma á landsbyggðinni af eftirliti, endurhæfingu, fræðslu og stuðningi við sjálfsumönnun og lífsstílsbreytingar og hins vegar að lýsa sýn þátttakenda á þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er og þeim úrbótum sem hópurinn telur mikilvægar.
Krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð
 
Reynsla fólks af landsbyggðinni af krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð er verkefni sem Halldóra Egilsdóttir, meistaranemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, hlaut 350 þúsund króna styrk til að gera. Markmið rannsóknarinnar er að veita innsýn í reynslu einstaklinga af landsbyggðinni af því að fá krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu verið leiðbeinandi við þróun þjónustu, bæði í dreifbýli og á Landspítala og stuðlað að því að betur verði mætt þörfum einstaklinga óháð búsetu.
 
Viðhorf bænda til heimavinnslu
 
Þriðja styrkinn fékk Elfa Björk Sævarsdóttir, meistaranemi í mat­væla­fræði við Háskóla Íslands, 300 þúsund krónur, vegna verkefnis sem nefnist Heima­vinnsla land­búnað­ar­afurða – framtíðarhorfur. Í verkefninu verður viðhorf bænda til heimavinnslu og heimasölu búafurða kannað sem og skoðað hver framtíðarsýn bænda er varðandi vöruþróun og milliliðalaus viðskipti. Eins verður kannað hversu margir bændur sjá fyrir sér fullvinnslu heima á býli eða í héraði og milliliðalausa sölu afurða. Einnig verður skoðað hvernig matvælaöryggi er tryggt í heimavinnslu. 
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...