Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eins og staðan er í heiminum í dag er fataiðnaður því miður í flokki þeirra er hafa hvað mest áhrif á mengun umhverfisins.
Eins og staðan er í heiminum í dag er fataiðnaður því miður í flokki þeirra er hafa hvað mest áhrif á mengun umhverfisins.
Fréttir 3. febrúar 2022

Framleiðsluferli tískurisa undir smásjá: Meðvituð neysluhyggja

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Tískuveldin Chanel, Gucci og Dior eru meðal þeirra máttarstólpa sem hafa haft ítök í neytendum síðan snemma á tuttugustu öldinni. Brautryðjendur líkt og hin franska Coco Chanel, sem lagði áherslu á glæsilega en þó þokkafulla og þægilega kventísku – jarðbundni og ítalskættaði Guccio Gucci sem hóf feril sinn sem framleiðandi lúxusferðataska úr leðri og annarra fylgihluta – og Christian Dior sem gladdi almenning með fallegum og glaðlegum fatnaði á stríðsárunum.

Þrátt fyrir töfra og ævintýri tískustraumanna sem þessir höfðingjar hafa borið okkur síðan þá, eru undirliggjandi vangaveltur um hve meðvitaðir þeir og kollegar þeirra í bransanum eru um áhrif framleiðslunnar á umhverfið. Eins og staðan er í heiminum í dag er fataiðnaður því miður í flokki þeirra er hafa hvað mest áhrif á mengun umhverfisins. Þónokkur vitundarvakning hefur reyndar átt sér stað á síðastliðnum árum, en enn þykir þorra almennings, úrlausnir til aðlögunar, heldur krefjandi. Eða ef til vill auðveldara að líta aðeins framhjá þeim.

Vitundarvakning neytenda

Á vefsíðu www.goodonyou.eco má finna yfirlit yfir helstu tískurisana og hve vel þeim tekst að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Aðstandendur síðunnar eru m.a. hönnuðir, vísindamenn og umhverfissinnaðir áhrifavaldar sem taka saman allar upplýsingar fyrirtækja hvað varðar sjálfbærni, sóun og stöðu er kemur að umhverfisvernd ... svo eitthvað sé nefnt ... og deila niðurstöðunum á vefsíðu sinni, neytendum til vakningar.

Ef litið er á nokkur helstu tískuveldin verður niðurstaðan heldur bág er kemur að einkunnagjöf. Þeir sem standa sig hvað best að mati aðstandenda síðunnar eru Gucci, Burberry og Balenciaga sem tróna hæst og fá ITS A START, eða þriðju hæstu einkunn. (Toppeinkunn er GREAT og svo er talið niður, GOOD-ITS A START-NOT GOOD ENOUGH og að lokum falleinkunnin WE AVOID)

Önnur fyrirtæki, líkt og Chanel, Dior, Louis Vuitton, Hermès, Prada, Armani, Versace og Valentino fá því miður einkunnina NOT GOOD ENOUGH og byggja álitsgjafar þá stigagjöf helst á eftirfarandi athugasemdum – ef við tökum dæmi fjögurra fyrstu fyrirtækjanna hér að ofan.

Chanel: Gera ekki fullnægjandi ráðstafanir til að útrýma hættulegum efnum sem koma til þeirra frá birgjum, nota ekki vistvæn fataefni og þó fyrirtækið hafi sett sér markmið um að draga úr losun gastegunda frá verksmiðjum sínum bendir ekkert til þess að það sé í raun að gerast.
Dior: Notast enn við alvöru dýrafeldi, afurðir þeirra, svo sem leður, notar fá umhverfisvæn/lífræn fataefni og engar vísbendingar eru um lágmarksúrgang er kemur að vefnaði. Einnig kemur fram álitamál um misnotkun vinnuafls við saumaskapinn.
Louis Vuitton: Samkeppnisaðili Dior, þó eignarhald fyrirtækjanna sé hið sama; LVMH, samsteypa fyrirtækja LV og koníaksframleiðandans Moët Hennessy – fær áminningu um sömu hluti og Dior, notast er við dýraafurðir og meðferð úrgangs ábótavant.
Hermès: Fær áminningu hvað varðar yfirlit launastöðu og almenna framfærslu fólks hjá birgjum sínum, auk þess sem ekki eru umhverfisvæn/lífræn fataefni höfð í hávegum eða leitast eftir umhverfisvænum aðgerðum er kemur að eyðingu skóga í þessu ferli öllu.

Hraðtíska eða klassískar flíkur

Þannig er nú það. Auðvitað er samt ágætt að líta til þess að ef við ætlum að bjarga heiminum má auðvitað líta við hjá stóru merkjum tískuheimsins og fjárfesta í vönduðum og endingargóðum (þá helst klassískum líka) fatnaði heldur en að hlaupa á eftir hraðtískufyrirtækjum á borð við sænska fyrirtækið HM, Mango eða Zöru sem koma bæði upprunalega frá Spáni.

Mikil mengun stafar af framleiðsluferli slíkra fyrirtækja, en frá þeim kemur fatnaður, framleiddur eins hratt og hægt er, í þeim tilgangi að neytendur geti sem fyrst klætt sig í afurðir tískupallanna.
Hugmyndin á bakvið ferlið er að gera stórum hópi neytenda kleift að klæðast nýjustu tísku á sem lægsta verði – en þeir sem gjalda fyrir slíkt er stór hópur jarðarbúa sem vinnur við að framleiða fötin við ómannúðlegar aðstæður – auk þess sem óseldan fatnað má finna í miklum mæli á urðunarstöðum úti um allan heim svo örfá dæmi séu nefnd.

Þá getur semsagt verið örlítið skynsamlegra að líta sjaldnar við í tískuvöruverslunum en kaupa því vandaðri vöru sem má eiga alla ævi. Til dæmis hina sígildu tweed-dragt Coco Chanel, svartan klæðilegan kjóll Christian Dior eða farangurshirslur af vönduðustu gerð frá Gucci. 

Skylt efni: Umhverfismál | tíska

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...