Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Mynd / Spenser Sembrat
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ári miðað við árið 2023.

Samkvæmt gögnum á Mælaborði landbúnaðarins jókst framleiðsla hrossakjöts mest allra kjötframleiðslugreina, eða um 9,7 prósent og salan jókst um 8,5 prósent. Framleiðsla á svínakjöti jókst um 8,7 prósent og salan um 8,5 prósent.

Áframhaldandi vöxtur í framleiðslu alifuglakjöts

Áfram heldur vöxturinn í framleiðslu á alifuglakjöti, en þar hefur stöðugur vöxtur verið frá 2020 og árið 2022 urðu þau tímamót að sú framleiðsla varð meiri en kindakjötsframleiðslan. Sala á alifuglakjöti hefur þó í allnokkur skipti farið fram úr sölu kindakjöts.

Framleiðsla alifuglakjöts fór á síðasta ári í fyrsta skiptið yfir 10 þúsund tonn, nánar tiltekið 10.149 tonn, og var aukningin á milli ára fimm prósent. Salan var einnig góð og jókst um 2,5 prósent frá 2023. Öfug þróun hefur verið á undanförnum árum í framleiðslu kindakjöts og dregið jafnt og þétt úr henni frá 2017 þegar framleidd voru 10.620 tonn. Á síðasta ári var framleiðslumagnið komið niður í tæp átta þúsund tonn og var samdrátturinn 0,5 prósent frá fyrra ári. Sala á kindakjöti dróst saman um 3,5 prósent.

Nautakjötsframleiðslan var svipuð á milli áranna, minnkar um 0,5 prósent. Salan jókst hins vegar um 1,8 prósent. Heildarkjötframleiðsla jókst um 2,2 prósent og vöxtur í sölu kjötvara var 2,5 prósent.

Samdráttur í innflutning

Mikill samdráttur var í innflutningi á alifuglakjöti, eða 49 prósent, og voru flutt inn 119 tonn í fyrra samanborið við 234 tonn árið 2023. Um 1.991 tonn var flutt inn af svínakjöti á síðasta ári, sem er um 14 prósent minna magn en árið á undan, og 2.096 tonn af nautgripakjöti, sem er fimm prósent minna magn en á árinu 2023.

Sem fyrr var ekkert flutt inn af hrossakjöti á síðasta ári og einungis voru 33,4 tonn flutt inn af kindakjöti.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.