Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Mynd / Spenser Sembrat
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ári miðað við árið 2023.

Samkvæmt gögnum á Mælaborði landbúnaðarins jókst framleiðsla hrossakjöts mest allra kjötframleiðslugreina, eða um 9,7 prósent og salan jókst um 8,5 prósent. Framleiðsla á svínakjöti jókst um 8,7 prósent og salan um 8,5 prósent.

Áframhaldandi vöxtur í framleiðslu alifuglakjöts

Áfram heldur vöxturinn í framleiðslu á alifuglakjöti, en þar hefur stöðugur vöxtur verið frá 2020 og árið 2022 urðu þau tímamót að sú framleiðsla varð meiri en kindakjötsframleiðslan. Sala á alifuglakjöti hefur þó í allnokkur skipti farið fram úr sölu kindakjöts.

Framleiðsla alifuglakjöts fór á síðasta ári í fyrsta skiptið yfir 10 þúsund tonn, nánar tiltekið 10.149 tonn, og var aukningin á milli ára fimm prósent. Salan var einnig góð og jókst um 2,5 prósent frá 2023. Öfug þróun hefur verið á undanförnum árum í framleiðslu kindakjöts og dregið jafnt og þétt úr henni frá 2017 þegar framleidd voru 10.620 tonn. Á síðasta ári var framleiðslumagnið komið niður í tæp átta þúsund tonn og var samdrátturinn 0,5 prósent frá fyrra ári. Sala á kindakjöti dróst saman um 3,5 prósent.

Nautakjötsframleiðslan var svipuð á milli áranna, minnkar um 0,5 prósent. Salan jókst hins vegar um 1,8 prósent. Heildarkjötframleiðsla jókst um 2,2 prósent og vöxtur í sölu kjötvara var 2,5 prósent.

Samdráttur í innflutning

Mikill samdráttur var í innflutningi á alifuglakjöti, eða 49 prósent, og voru flutt inn 119 tonn í fyrra samanborið við 234 tonn árið 2023. Um 1.991 tonn var flutt inn af svínakjöti á síðasta ári, sem er um 14 prósent minna magn en árið á undan, og 2.096 tonn af nautgripakjöti, sem er fimm prósent minna magn en á árinu 2023.

Sem fyrr var ekkert flutt inn af hrossakjöti á síðasta ári og einungis voru 33,4 tonn flutt inn af kindakjöti.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...