Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Mynd / Spenser Sembrat
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ári miðað við árið 2023.

Samkvæmt gögnum á Mælaborði landbúnaðarins jókst framleiðsla hrossakjöts mest allra kjötframleiðslugreina, eða um 9,7 prósent og salan jókst um 8,5 prósent. Framleiðsla á svínakjöti jókst um 8,7 prósent og salan um 8,5 prósent.

Áframhaldandi vöxtur í framleiðslu alifuglakjöts

Áfram heldur vöxturinn í framleiðslu á alifuglakjöti, en þar hefur stöðugur vöxtur verið frá 2020 og árið 2022 urðu þau tímamót að sú framleiðsla varð meiri en kindakjötsframleiðslan. Sala á alifuglakjöti hefur þó í allnokkur skipti farið fram úr sölu kindakjöts.

Framleiðsla alifuglakjöts fór á síðasta ári í fyrsta skiptið yfir 10 þúsund tonn, nánar tiltekið 10.149 tonn, og var aukningin á milli ára fimm prósent. Salan var einnig góð og jókst um 2,5 prósent frá 2023. Öfug þróun hefur verið á undanförnum árum í framleiðslu kindakjöts og dregið jafnt og þétt úr henni frá 2017 þegar framleidd voru 10.620 tonn. Á síðasta ári var framleiðslumagnið komið niður í tæp átta þúsund tonn og var samdrátturinn 0,5 prósent frá fyrra ári. Sala á kindakjöti dróst saman um 3,5 prósent.

Nautakjötsframleiðslan var svipuð á milli áranna, minnkar um 0,5 prósent. Salan jókst hins vegar um 1,8 prósent. Heildarkjötframleiðsla jókst um 2,2 prósent og vöxtur í sölu kjötvara var 2,5 prósent.

Samdráttur í innflutning

Mikill samdráttur var í innflutningi á alifuglakjöti, eða 49 prósent, og voru flutt inn 119 tonn í fyrra samanborið við 234 tonn árið 2023. Um 1.991 tonn var flutt inn af svínakjöti á síðasta ári, sem er um 14 prósent minna magn en árið á undan, og 2.096 tonn af nautgripakjöti, sem er fimm prósent minna magn en á árinu 2023.

Sem fyrr var ekkert flutt inn af hrossakjöti á síðasta ári og einungis voru 33,4 tonn flutt inn af kindakjöti.

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...