Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Byggðin mun falla vel að landslaginu og landhalli á svæðinu nýttur til að allar íbúðir hverfisins njóti mikils útsýnis.
Byggðin mun falla vel að landslaginu og landhalli á svæðinu nýttur til að allar íbúðir hverfisins njóti mikils útsýnis.
Fréttir 3. maí 2022

Framkvæmdir við nýtt Ölduhverfi í landi Kropps hefjast í sumar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Skrifað hefur verið undir samning um uppbyggingu nýs íbúðahverfis, Ölduhverfis, í landi Kropps í Eyjafjarðarsveit. Nýja hverfið verður hluti af þéttbýliskjarnanum við Hrafnagil, en þar er að finna alla helstu þjónustu sveitar­félagsins, s.s. leik- og grunn­­skóla, sundlaug, íþróttahús og skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Byggð­ar verða 200 nýjar íbúðir í hverfinu. Til viðbótar verður íbúðum í Hrafnagilshverfi fjölgað verulega.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir að Ölduhverfi verði mikilvæg viðbót við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Hrafnagilshverfi og rími vel við þá stefnu sveitarfélagsins að byggt sé upp í og við þann þéttbýliskjarna. Þegar framkvæmdum í Ölduhverfi lýkur auk þeirra svæða annarra í Hrafnagilshverfi er búist við að í allt verði um 400 íbúðir í boði í þéttbýliskjarnanum og íbúar í allt um 900 talsins. Nú eru þar fyrir um 80 íbúðir en fyrir liggur að fjöldinn mun tvöfaldast með nýju deiliskipulagi sem er í auglýsingu.

Sveitarfélagið er sjálft að hefja viðamikla uppbyggingu í innviðum sínum með byggingu á nýjum leikskóla og metnaðarfullum endurbótum á Hrafnagilsskóla, bókasafni sveitarfélagsins og íþróttaaðstöðu fyrir almenning. Mikilvægt sé að sjá fram í tímann hvernig byggð þróist en Ölduhverfi sé stór partur af því.

Um 200 íbúðir verða byggðar í Ölduhverfi og má gera ráð fyrir að íbúarnir verði um 500 í allt þegar hverfið verður fullbyggt.

Um 500 íbúar í fullbyggðu hverfi

Finnur Yngvi segir að Ölduhverfi muni auka breidd þeirra búsetukosta sem í boði eru í sveitarfélaginu „en íbúðirnar virðast vera fjölbreyttar og henta mjög vel, hvort sem er fyrir þá sem eru að byrja að búa, fjölskyldufólk eða eldri íbúa sveitarfélagsins,“ segir hann. Í fullbúnu hverfi verða um 200 íbúðir.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Ölduhverfi hefjist síðari hluta þessa árs. Uppbyggingin verður í einkaframkvæmd, þar er átt við uppbyggingu og lagningu innviða, s.s. gatna- og stígagerð og fráveitukerfi. Að þeirri uppbyggingu lokinni mun Eyjafjarðarsveit taka við og eignast opin svæði, lóðir, götur, gangstíga og aðra þá innviði sem tilheyra rekstri sveitarfélaga og annast viðhald þeirra til frambúðar.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, og Viðar Helgason, talsmaður Ölduhverfis, undirrita samning um uppbyggingu Ölduhverfis í landi Kropps skammt norðan við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit.

Hverfið er umlukið skógi

Í nýja hverfinu er gert ráð fyrir lágri byggð eins til tveggja hæða húsa, einbýlis-, par- og raðhúsum ásamt litlum sex til átta íbúða fjölbýlishúsa. Byggðin mun falla vel að landslaginu og landhalli á svæðinu verður nýttur til að allar íbúðir hverfisins njóti mikils útsýnis.Góð aðstaða verður í hverfinu fyrir þá sem kjósa rólegt og fallegt umhverfi og njóta um leið góðrar aðstöðu til útivistar. Hverfið er að mestu umlukið skógi, en á undanförnum árum hefur verið staðið fyrir umfangsmikilli skógrækt á svæðinu á rúmlega 100 hektara svæði. Stórt opið svæði er í miðju hverfinu sem einnig tengist fjölbreyttum skógarstígum og vinsælum hjóla- og göngustíg milli Akureyrar og Hrafnagils.

Skylt efni: Eyjafjarðarsveit

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...