Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forsetafrúin Eliza Reid við styttuna af Tungukotsmóra, forystusauðnum kunna frá Tungukoti á Vatnsnesi.
Forsetafrúin Eliza Reid við styttuna af Tungukotsmóra, forystusauðnum kunna frá Tungukoti á Vatnsnesi.
Mynd / Gunnar Rögnvaldsson
Fréttir 26. október 2021

Forsetafrúin heiðursgestur á Hip hátíð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra nýverið en hún var heiðursgestur á alþjóðlegu brúðulistahátíðinni Hip festival sem haldin var á Hvammstanga.

Eliza er verndari Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, en Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga er skipuleggjandi og gestgjafi listahátíðarinnar og núverandi handhafi Eyrarrósarinnar.

Í heimsókn á dvalarheimilinu.

Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og þéttskipuð glæsilegum atriðum. Leiksýningar, vinnustofur, fyrirlestrar og kvikmyndasýningar voru þar á meðal og drógu að sér fagfólk og gesti hvaðanæva að.

Forsetafrúin snæddi kvöldverð með Gretu Clouch, eiganda Handbendis, og öðrum aðstandendum sýningarinnar á Sjávarborg. Þá heimsóttu þær mæðgur dvalarheimilið, grunnskólann, Selasetrið og Verslunarminjasafnið, auk þess að taka þátt í vinnustofu í skuggamyndagerð hjá Handbendi og heimsóknin endaði á leiksýningu í Félagsheimilinu.

Sveitarstjórn færði Elizu að gjöf bók Þórðar Skúlasonar um húsin á Hvammstanga og Eddu húfu frá Kidka prjónastofu til minningar um komuna.

Eliza ræðir við Guðrúnu Helgu Marteins­dóttur hjúkrunarfræðing og Aisha Abed Alhamad Alalou.

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...