Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsetafrúin Eliza Reid við styttuna af Tungukotsmóra, forystusauðnum kunna frá Tungukoti á Vatnsnesi.
Forsetafrúin Eliza Reid við styttuna af Tungukotsmóra, forystusauðnum kunna frá Tungukoti á Vatnsnesi.
Mynd / Gunnar Rögnvaldsson
Fréttir 26. október 2021

Forsetafrúin heiðursgestur á Hip hátíð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra nýverið en hún var heiðursgestur á alþjóðlegu brúðulistahátíðinni Hip festival sem haldin var á Hvammstanga.

Eliza er verndari Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, en Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga er skipuleggjandi og gestgjafi listahátíðarinnar og núverandi handhafi Eyrarrósarinnar.

Í heimsókn á dvalarheimilinu.

Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og þéttskipuð glæsilegum atriðum. Leiksýningar, vinnustofur, fyrirlestrar og kvikmyndasýningar voru þar á meðal og drógu að sér fagfólk og gesti hvaðanæva að.

Forsetafrúin snæddi kvöldverð með Gretu Clouch, eiganda Handbendis, og öðrum aðstandendum sýningarinnar á Sjávarborg. Þá heimsóttu þær mæðgur dvalarheimilið, grunnskólann, Selasetrið og Verslunarminjasafnið, auk þess að taka þátt í vinnustofu í skuggamyndagerð hjá Handbendi og heimsóknin endaði á leiksýningu í Félagsheimilinu.

Sveitarstjórn færði Elizu að gjöf bók Þórðar Skúlasonar um húsin á Hvammstanga og Eddu húfu frá Kidka prjónastofu til minningar um komuna.

Eliza ræðir við Guðrúnu Helgu Marteins­dóttur hjúkrunarfræðing og Aisha Abed Alhamad Alalou.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...