Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsetafrúin Eliza Reid við styttuna af Tungukotsmóra, forystusauðnum kunna frá Tungukoti á Vatnsnesi.
Forsetafrúin Eliza Reid við styttuna af Tungukotsmóra, forystusauðnum kunna frá Tungukoti á Vatnsnesi.
Mynd / Gunnar Rögnvaldsson
Fréttir 26. október 2021

Forsetafrúin heiðursgestur á Hip hátíð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra nýverið en hún var heiðursgestur á alþjóðlegu brúðulistahátíðinni Hip festival sem haldin var á Hvammstanga.

Eliza er verndari Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, en Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga er skipuleggjandi og gestgjafi listahátíðarinnar og núverandi handhafi Eyrarrósarinnar.

Í heimsókn á dvalarheimilinu.

Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og þéttskipuð glæsilegum atriðum. Leiksýningar, vinnustofur, fyrirlestrar og kvikmyndasýningar voru þar á meðal og drógu að sér fagfólk og gesti hvaðanæva að.

Forsetafrúin snæddi kvöldverð með Gretu Clouch, eiganda Handbendis, og öðrum aðstandendum sýningarinnar á Sjávarborg. Þá heimsóttu þær mæðgur dvalarheimilið, grunnskólann, Selasetrið og Verslunarminjasafnið, auk þess að taka þátt í vinnustofu í skuggamyndagerð hjá Handbendi og heimsóknin endaði á leiksýningu í Félagsheimilinu.

Sveitarstjórn færði Elizu að gjöf bók Þórðar Skúlasonar um húsin á Hvammstanga og Eddu húfu frá Kidka prjónastofu til minningar um komuna.

Eliza ræðir við Guðrúnu Helgu Marteins­dóttur hjúkrunarfræðing og Aisha Abed Alhamad Alalou.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...