Næg vinna í sveitarfélaginu en vantar fleiri íbúðir
Íbúðarhúsnæði hefur verið byggt af kappi í Húnaþingi vestra undanfarin ár, en þrátt fyrir það er mikil uppsöfnuð þörf þegar kemur að framboði á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Framboð af lóðum er gott þó svo mörgum lóðum hafi verið úthlutað.