Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveitarstjórn gagnrýnir að fyrirliggjandi textadrög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða.
Sveitarstjórn gagnrýnir að fyrirliggjandi textadrög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. janúar 2020

Land innan marka sveitarfélagsins verði ekki hluti þjóðgarðs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ítrekað ósk sína um að land innan marka Húnaþings vestra verði ekki hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu. Á þetta bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra.

Sveitarstjórn hefur einnig áréttað að samkvæmt lögum er skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis-, aðal- og deiliskipulags í höndum sveitarfélaga. Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðrar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra.

Ákvarðanir flytjast úr heimahéraði

Áherslur er varða stjórnskipun þjóð­garðs á miðhálendi Íslands fela í sér flutning á stefnumörkun, umsjón og rekstri frá sveitarfélögum til svæðis­ráða. Þessar hugmyndir takmarka áhrif sveitarfélaga til þess að móta sér stefnu til að mynda hvað varðar uppbyggingu inn­viða, atvinnumál, landnýtingu og landvernd. Sveitarstjórn gagn­rýnir að fyrirliggjandi texta­drög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða. Þannig flyst ákvarðanataka frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til kjörinna fulltrúa annarra sveitarfélaga, embættismanna og hagsmunahópa. Sveitarstjórn leggur áherslu á að í dag ríkir engin óvissa um stjórn svæða innan marka sveitarfélagsins.

Skerðing á valdheimildum

Sveitarstjórn telur að fyrirliggjandi tillaga nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands feli í sér veru­lega skerðingu á valdheimildum sveitar­félaga og réttindum íbúa þeirra. Í fyrirliggjandi texta­drögum þar sem fjallað er um markmið með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki lýst brýnni nauðsyn fyrir stofnun hans. Hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálend­inu virðast fyrst og fremst tilkomnar til þess að styrkja eignar- eða ráðstöfunarrétt ríkisins yfir landi á hálendi Íslands, segir í bókun sveitarstjórnar Húna­þings vestra.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...