Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. maí 2020

Mótmæla lækkuðu framlagi í viðhald varnargirðinga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hvetur Matvælastofnun til að endurskoða fjárveitingar til varnagirðinga í héraðinu. Málið var rætt á fundi ráðsins á dögunum.

Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga að stórum hluta í Húnaþingi vestra hefur honum verið tilkynnt að fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum verði lækkuð á árinu 2020. Það leiðir til þess að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki sem gerir það að verkum að varnir gegn smitsjúkdómum búfjár verða illviðráðanlegar.

Skýtur skökku við

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Því hvetur ráðið Mast til að endurskoða fjárveitingar sínar til varnagirðinga í Húnaþingi vestra. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...