Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. maí 2020

Mótmæla lækkuðu framlagi í viðhald varnargirðinga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hvetur Matvælastofnun til að endurskoða fjárveitingar til varnagirðinga í héraðinu. Málið var rætt á fundi ráðsins á dögunum.

Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga að stórum hluta í Húnaþingi vestra hefur honum verið tilkynnt að fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum verði lækkuð á árinu 2020. Það leiðir til þess að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki sem gerir það að verkum að varnir gegn smitsjúkdómum búfjár verða illviðráðanlegar.

Skýtur skökku við

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Því hvetur ráðið Mast til að endurskoða fjárveitingar sínar til varnagirðinga í Húnaþingi vestra. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f