Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.
Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.
Fréttir 14. júlí 2021

Tæpar 6 milljónir til viðhalds styrkvega í Húnaþingi vestra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta 4 milljónum króna til styrkvega í Húnaþingi vestra til viðhalds samgönguleiða. Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var samþykkt að veita 1,8 milljónum króna til viðhalds styrkvega á árinu 2021 og hefur sveitarfélagið því 5,8 milljónir króna til ráðstöfunar. Landbúnaðarráð Húnaþings vestra fjallaði um málið á fundi nýlega og lagði fram tillögu um skiptingu fjárins. Samkvæmt henni verður 3 milljónum varið til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði, til afréttarvega í Miðfirði fara 1.550.000 og 750 þúsund vegna afréttarvega í Hrútafirði. Þá er lagt til að vegna vegar yfir Brandagilsháls fari 200 þúsund krónur og 300 þúsund krónur vegna vegar upp á Vatnsnesfjall. Fjallskilastjórnir sjá um fram­kvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði, en að öðru leyti er sveitarstjóra falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls. Leggur landbúnaðarráð til að samræmt gjald verði fyrir vinnu við styrkvegi í sveitarfélaginu. Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...