Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Forsendur fyrir auknu fjármagni í Bjargráðasjóð vegna tjóna
Mynd / Bbl
Fréttir 7. október 2020

Forsendur fyrir auknu fjármagni í Bjargráðasjóð vegna tjóna

Höfundur: smh

Kristjáns Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að forsendur séu fyrir því að bæta fjármagni í Bjargráðasjóð, til að bæta bændum kal- og girðingatjón sem varð síðasta vetur.

Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformanns Framskóknarflokksins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi á mánudaginn þar sem hún spurði um hvort bændur ætti að sitja einir uppi með það tjón.

Samanlagt tjón metið á 960 milljónir króna

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, segir að sjóðurinn hafi nú um 200 milljónum til ráðstöfunar en sótt hafi verið um bætur fyrir kal- og girðingatjón sem metið er á 960 milljónir - um 800 milljóna króna kaltjón og 160 milljóna króna girðingatjón. Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands.

Umóknir um bætur voru 211 vegna kaltjóns en 74 um bætur vegna girðingtjóns, en umsóknarfrestur var til 1. október. Gert er ráð fyrir að umsóknar verði afgreiddar í nóvember og þær greiddar út fyrir árslok.

Öllum óskum um bætur verði mætt

Kristján sagði í svari sínu að hann ætlaði að beina því til þingsins við meðferð fjárlaga að þessum óskum öllum um bætur verði mætt. Fordæmi væru fyrir slíkri fjárveitingu væru frá árinu 2012 og 2013 þegar kaltjón var bætt og því telji hann forsendur fyrir því að það verði nú endurtekið.

 

 Umsóknir vegna kaltjóns

 

Svæði

Umsóknir

Kalnir hektarar

Hlutfall ræktarlands umsækjenda

Húnaþing og Strandir

34

445

25,5%

Skagafjörður

21

304

21,7%

Eyjafjörður

18

389

30,4%

Suður-Þingeyjarsýsla

63

1.789

55,7%

Norður-Þingeyjarsýsla

27

593

48%

Austurland

48

1.175

48,4%

Alls

211

4.695

41,5%

 

Umsóknir vegna girðingatjóns 

Svæði

Umsóknir

Kílómetrar

Húnaþing og Strandir

19

50,2

Skagafjörður

15

24

Eyjafjörður

12

36,1

Suður-Þingeyjarsýsla

15

34,8

Noður-Þingeyjarsýsla

5

31,2

Austurland

2

3

Suðurland

6

15,7

Alls

74

195

 

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...