Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsendur fyrir auknu fjármagni í Bjargráðasjóð vegna tjóna
Mynd / Bbl
Fréttir 7. október 2020

Forsendur fyrir auknu fjármagni í Bjargráðasjóð vegna tjóna

Höfundur: smh

Kristjáns Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að forsendur séu fyrir því að bæta fjármagni í Bjargráðasjóð, til að bæta bændum kal- og girðingatjón sem varð síðasta vetur.

Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformanns Framskóknarflokksins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi á mánudaginn þar sem hún spurði um hvort bændur ætti að sitja einir uppi með það tjón.

Samanlagt tjón metið á 960 milljónir króna

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, segir að sjóðurinn hafi nú um 200 milljónum til ráðstöfunar en sótt hafi verið um bætur fyrir kal- og girðingatjón sem metið er á 960 milljónir - um 800 milljóna króna kaltjón og 160 milljóna króna girðingatjón. Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands.

Umóknir um bætur voru 211 vegna kaltjóns en 74 um bætur vegna girðingtjóns, en umsóknarfrestur var til 1. október. Gert er ráð fyrir að umsóknar verði afgreiddar í nóvember og þær greiddar út fyrir árslok.

Öllum óskum um bætur verði mætt

Kristján sagði í svari sínu að hann ætlaði að beina því til þingsins við meðferð fjárlaga að þessum óskum öllum um bætur verði mætt. Fordæmi væru fyrir slíkri fjárveitingu væru frá árinu 2012 og 2013 þegar kaltjón var bætt og því telji hann forsendur fyrir því að það verði nú endurtekið.

 

 Umsóknir vegna kaltjóns

 

Svæði

Umsóknir

Kalnir hektarar

Hlutfall ræktarlands umsækjenda

Húnaþing og Strandir

34

445

25,5%

Skagafjörður

21

304

21,7%

Eyjafjörður

18

389

30,4%

Suður-Þingeyjarsýsla

63

1.789

55,7%

Norður-Þingeyjarsýsla

27

593

48%

Austurland

48

1.175

48,4%

Alls

211

4.695

41,5%

 

Umsóknir vegna girðingatjóns 

Svæði

Umsóknir

Kílómetrar

Húnaþing og Strandir

19

50,2

Skagafjörður

15

24

Eyjafjörður

12

36,1

Suður-Þingeyjarsýsla

15

34,8

Noður-Þingeyjarsýsla

5

31,2

Austurland

2

3

Suðurland

6

15,7

Alls

74

195

 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.