Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna
Fréttir 22. desember 2021

Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna

Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald 2021 fyrir 31. desember nk. geta boðið sig fram til formanns. Frestur til að skila inn framboði er til miðnættis 30. janúar 2022 og skal framboðum skilað inn á netfangið kjorstjorn@bondi.is.

Í kjörstjórn til formannskjörs 2022 eru Guðrún Vaka Stein­grímsdóttir, formaður, Guðrún Birna Brynjarsdóttir og Erla Hjördís Gunnarsdóttir.

Formaður er kosinn á tveggja ára fresti með rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna. Samkvæmt samþykktum samtakanna skal kosning formanns eiga sér stað á 5 daga tímabili sem skal lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir Búnaðarþing, það er 15. febrúar 2022. Niðurstaða formannskosningar skal liggja fyrir a.m.k. mánuði fyrir Búnaðarþing.  Nái enginn frambjóðenda til formanns kosningu með 50% atkvæða eða meira, er kosið aftur rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu.  

Kosning stjórnar

Í stjórn BÍ sitja sjö félagsmenn. Sex stjórnarmenn eru kosnir á Búnaðarþingi til tveggja ára í senn. Náist ekki niðurstaða um hverjir séu rétt kjörnir stjórnarmenn í einni umferð í kosningu, skal kosið aftur bundinni kosningu á milli þeirra sem jafnir eru. Ef jafnt verður að nýju skal hlutkesti varpað um hver eða hverjir eru rétt kjörnir stjórnarmenn. Að loknu kjöri aðalmanna skal kjósa sjö menn í varastjórn til eins árs í senn. Sá sem flest atkvæði hlýtur er fyrsti varamaður og svo koll af kolli. Stjórn skal kjósa sér varaformann.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...