Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna
Fréttir 22. desember 2021

Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna

Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald 2021 fyrir 31. desember nk. geta boðið sig fram til formanns. Frestur til að skila inn framboði er til miðnættis 30. janúar 2022 og skal framboðum skilað inn á netfangið kjorstjorn@bondi.is.

Í kjörstjórn til formannskjörs 2022 eru Guðrún Vaka Stein­grímsdóttir, formaður, Guðrún Birna Brynjarsdóttir og Erla Hjördís Gunnarsdóttir.

Formaður er kosinn á tveggja ára fresti með rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna. Samkvæmt samþykktum samtakanna skal kosning formanns eiga sér stað á 5 daga tímabili sem skal lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir Búnaðarþing, það er 15. febrúar 2022. Niðurstaða formannskosningar skal liggja fyrir a.m.k. mánuði fyrir Búnaðarþing.  Nái enginn frambjóðenda til formanns kosningu með 50% atkvæða eða meira, er kosið aftur rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu.  

Kosning stjórnar

Í stjórn BÍ sitja sjö félagsmenn. Sex stjórnarmenn eru kosnir á Búnaðarþingi til tveggja ára í senn. Náist ekki niðurstaða um hverjir séu rétt kjörnir stjórnarmenn í einni umferð í kosningu, skal kosið aftur bundinni kosningu á milli þeirra sem jafnir eru. Ef jafnt verður að nýju skal hlutkesti varpað um hver eða hverjir eru rétt kjörnir stjórnarmenn. Að loknu kjöri aðalmanna skal kjósa sjö menn í varastjórn til eins árs í senn. Sá sem flest atkvæði hlýtur er fyrsti varamaður og svo koll af kolli. Stjórn skal kjósa sér varaformann.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.