Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum.
Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum.
Mynd / MHH
Fréttir 20. júní 2023

Fólksbílaflotinn ber ábyrgð á 64% losun og hópferðabílar 6%

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ríkisstjórn Íslands hefur sett loftslagsmál í forgang og kynnt sérstaka aðgerðaáætlun þar að lútandi.

Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% eða meira til 2030 og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040 með markvissum aðgerðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra segir að til þess að ná þessu marki þurfi samhent átak stjórnvalda og stofnana með þátttöku allra í samfélaginu, ekki síst öflugra fyrirtækja.

Einstaklingar taka einnig þátt í verkefninu með ýmsum hætti en gera einnig skýrar kröfur um að tekið verði fast á málum. Með auknum umsvifum á síðustu árum, ekki síst í ferðaþjónustu, hefur bílafloti hópferðafyrirtækja stækkað.

„Samkvæmt ökutækjaskrá hjá Samgöngustofu eru alls 3.148 hópbifreiðar í landinu en undir þann ökutækjaflokk falla raunar bæði rútur og allir almenningsvagnar. Við vitum líka að nær allur hópbifreiðaflotinn hefur verið knúinn með dísel, eða 2.996 ökutæki, en 120 eru bensínbílar. Nokkrar rútur eru knúnar með metan eða lífdísil og fimmtán strætisvagnar eru rafknúnir eftir því sem ég veit best,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum hafi verið metin og árið 2021 báru hópferðabílar ábyrgð á 6% af heildarlosuninni. 

Flutningabílar bera ábyrgð á 19% og sendibílar 11% en býsna stór fólksbílafloti landsmanna ber ábyrgð á 64% af heildarlosuninni.

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...