Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum.
Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum.
Mynd / MHH
Fréttir 20. júní 2023

Fólksbílaflotinn ber ábyrgð á 64% losun og hópferðabílar 6%

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ríkisstjórn Íslands hefur sett loftslagsmál í forgang og kynnt sérstaka aðgerðaáætlun þar að lútandi.

Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% eða meira til 2030 og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040 með markvissum aðgerðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra segir að til þess að ná þessu marki þurfi samhent átak stjórnvalda og stofnana með þátttöku allra í samfélaginu, ekki síst öflugra fyrirtækja.

Einstaklingar taka einnig þátt í verkefninu með ýmsum hætti en gera einnig skýrar kröfur um að tekið verði fast á málum. Með auknum umsvifum á síðustu árum, ekki síst í ferðaþjónustu, hefur bílafloti hópferðafyrirtækja stækkað.

„Samkvæmt ökutækjaskrá hjá Samgöngustofu eru alls 3.148 hópbifreiðar í landinu en undir þann ökutækjaflokk falla raunar bæði rútur og allir almenningsvagnar. Við vitum líka að nær allur hópbifreiðaflotinn hefur verið knúinn með dísel, eða 2.996 ökutæki, en 120 eru bensínbílar. Nokkrar rútur eru knúnar með metan eða lífdísil og fimmtán strætisvagnar eru rafknúnir eftir því sem ég veit best,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum hafi verið metin og árið 2021 báru hópferðabílar ábyrgð á 6% af heildarlosuninni. 

Flutningabílar bera ábyrgð á 19% og sendibílar 11% en býsna stór fólksbílafloti landsmanna ber ábyrgð á 64% af heildarlosuninni.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...