Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flóran: Spánýtt hlaðvarp um nytjaplöntur
Fréttir 5. febrúar 2021

Flóran: Spánýtt hlaðvarp um nytjaplöntur

Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Uppistaða þáttanna eru sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur heimsins og í þessum fyrsta þætti taka þau fyrir sætuhnúða, sem flestir þekkja sem sætar kartöflur. En fáir vita það kannski, að sætar kartöflur eru í reynd ekki kartöflur!

Farið er yfir sögu plöntunnar, notkun hennar og umfang á heimsmarkaði ásamt því að svara tíðri spurningu: Er hægt að rækta sætuhnúða á Íslandi?

Hægt er að lesa grein Vilmundar um plöntuna hér.

Stefnan er svo að taka fyrir eina nytjaplöntu í hverju þætti og hvetjum við hlustendur til að lauma til þáttastjórnenda hugmyndum og spurningum. Hægt er að hafa samband við þau í gegnum netfangið floran@bondi.is

Hlustið á fyrsta þátt Flórunnar með því að smella hér.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...