Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Fréttir 14. júlí 2021

Flóð ollu umtalsverðu tjóni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ábúendur á nokkrum bæjum, einkum í Eyjafjarðarsveit, sitja uppi með umtalsvert tjón í kjöl­far mikilla flóða í liðinni viku. Eyjafjarðará flæddi á nokkrum stöðum yfir bakka sína og yfir tún. Þess eru dæmi, að sögn Sigurgeirs B. Hreinssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að allt að helmingur ræktarlands hafi farið undir vatn. Sigurgeir segir að leysingar sem urðu í Eyjafirði í síðastliðinni viku séu þær mestu sem menn hafi séð í allt að 35 ár. Þó minnist menn að mikil flóð hafi orðið bæði árin 1986 og eins 1995. Hann segir að ekki liggi fyrir úttekt á því tjóni sem flóðið olli, ljóst sé þó að það sé töluvert á einstaka bæjum í Eyjafirði.

Að vanda sig sem kostur er

Heyskapur er um hálfum mánuði seinna á ferð í sumar en í meðalári að sögn Sigurgeirs. Hann segir stöðuna ekki alveg upp á það besta. Kal var þó nokkuð í fyrravor sem gerði að verkum að uppskera var minni en vant er. Ofan á það bættist kalt og erfitt vor, búfénaður var lengi á húsum og vel gekk á birgðir af þeim sökum. Margir bændur voru því orðnir tæpir með hey í sumarbyrjun. „Nú er allt skraufþurrt og endurvöxtur fer hægt af stað. Þá gildir næstu vikur að vanda sig sem kostur er, dreifa áburði á hana og reyna að ná heyinu á réttum tíma, ekki of snemma og ekki of seint,“ segir Sigurgeir.

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...