Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Fréttir 14. júlí 2021

Flóð ollu umtalsverðu tjóni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ábúendur á nokkrum bæjum, einkum í Eyjafjarðarsveit, sitja uppi með umtalsvert tjón í kjöl­far mikilla flóða í liðinni viku. Eyjafjarðará flæddi á nokkrum stöðum yfir bakka sína og yfir tún. Þess eru dæmi, að sögn Sigurgeirs B. Hreinssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að allt að helmingur ræktarlands hafi farið undir vatn. Sigurgeir segir að leysingar sem urðu í Eyjafirði í síðastliðinni viku séu þær mestu sem menn hafi séð í allt að 35 ár. Þó minnist menn að mikil flóð hafi orðið bæði árin 1986 og eins 1995. Hann segir að ekki liggi fyrir úttekt á því tjóni sem flóðið olli, ljóst sé þó að það sé töluvert á einstaka bæjum í Eyjafirði.

Að vanda sig sem kostur er

Heyskapur er um hálfum mánuði seinna á ferð í sumar en í meðalári að sögn Sigurgeirs. Hann segir stöðuna ekki alveg upp á það besta. Kal var þó nokkuð í fyrravor sem gerði að verkum að uppskera var minni en vant er. Ofan á það bættist kalt og erfitt vor, búfénaður var lengi á húsum og vel gekk á birgðir af þeim sökum. Margir bændur voru því orðnir tæpir með hey í sumarbyrjun. „Nú er allt skraufþurrt og endurvöxtur fer hægt af stað. Þá gildir næstu vikur að vanda sig sem kostur er, dreifa áburði á hana og reyna að ná heyinu á réttum tíma, ekki of snemma og ekki of seint,“ segir Sigurgeir.

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...