Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Fréttir 14. júlí 2021

Flóð ollu umtalsverðu tjóni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ábúendur á nokkrum bæjum, einkum í Eyjafjarðarsveit, sitja uppi með umtalsvert tjón í kjöl­far mikilla flóða í liðinni viku. Eyjafjarðará flæddi á nokkrum stöðum yfir bakka sína og yfir tún. Þess eru dæmi, að sögn Sigurgeirs B. Hreinssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að allt að helmingur ræktarlands hafi farið undir vatn. Sigurgeir segir að leysingar sem urðu í Eyjafirði í síðastliðinni viku séu þær mestu sem menn hafi séð í allt að 35 ár. Þó minnist menn að mikil flóð hafi orðið bæði árin 1986 og eins 1995. Hann segir að ekki liggi fyrir úttekt á því tjóni sem flóðið olli, ljóst sé þó að það sé töluvert á einstaka bæjum í Eyjafirði.

Að vanda sig sem kostur er

Heyskapur er um hálfum mánuði seinna á ferð í sumar en í meðalári að sögn Sigurgeirs. Hann segir stöðuna ekki alveg upp á það besta. Kal var þó nokkuð í fyrravor sem gerði að verkum að uppskera var minni en vant er. Ofan á það bættist kalt og erfitt vor, búfénaður var lengi á húsum og vel gekk á birgðir af þeim sökum. Margir bændur voru því orðnir tæpir með hey í sumarbyrjun. „Nú er allt skraufþurrt og endurvöxtur fer hægt af stað. Þá gildir næstu vikur að vanda sig sem kostur er, dreifa áburði á hana og reyna að ná heyinu á réttum tíma, ekki of snemma og ekki of seint,“ segir Sigurgeir.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.