Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ásmundur Ernir Snorrason og Irene Reber ríða af velli eftir spennandi B-úrslit í fjórgangi þar sem Irene hafði betur.
Ásmundur Ernir Snorrason og Irene Reber ríða af velli eftir spennandi B-úrslit í fjórgangi þar sem Irene hafði betur.
Mynd / BBL
Fréttir 10. ágúst 2019

Fleiri gull til Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Dagskráin á HM í Berlín var fjölbreytt í dag. Dagurinn hófst á seinni umferðum í 250 m skeiði og þar gerði Guðmundur Björgvinsson sér lítið fyrir og náði í enn eitt gullið fyrir Ísland á Glúmi frá Þóroddsstöðum á tímanum 21,80 sek. Charlotte Cook og Sæla frá Þóreyjarnúpi urðu í 2. sæti á 21,89 sek. Þriðji varð svo Daníel Ingi Smárason fyrir Svíþjóð á Huldu från Margaretehof á 22,20 sekúndum.

Bergþór Eggertsson og Besti, sem áttu besta tímann í fyrri umferðum í gær urðu fjórðu á 22,33 sek. Teitur Árnason og Dynfari frá Steinnesi enduðu svo í 8. sæti sæti á 22,65 sek.

Í flokki ungmenna varð Benjamín Sandur Ingólfsson fimmti á Messu frá Káragerði á 24,14 sek. Þar vörðu Lone Sneve og Stóri-Dímon frá Hraukbæ titil sinn á 22,93 sek. Hinn breski Aidan Carson varð annar á 23,13 sek.

Vonbrigði hjá Ásmundi Erni

Nils Christian Larsen frá Noregi vann B-úrslitin í tölti á Garpi fra Hojgaarden með 7,94 í einkunn og hinn sænski Jack Ericson vann A-úrslit í slaktaumatölti ungmenna á Millu från Ammor með 7,46. Ásmundur Ernir Snorrason var fulltrúi Íslendinga í B-úrslitum í fjórgangi en hann kom efstur inn í þau að lokinni forkeppni. Ásmundur átti fína sýningu, utan brokksins þar sem hann fékk einkunnina 6,67, á meðan hann fékk frá 7,5 og upp í 8,0 fyrir aðrar gangtegundir. Aðaleinkunn Ásmundar var 7,50, en það var Irene Reber frá Þýskalandi sem vann með 7,60 á Þokka frá Efstu-Grund og fer upp í A-úrslitin á morgun.

Agnar Snorri Stefánsson fór mikinn

Þá fóru einnig fram B-úrslit í fimmgangi í dag en báðir íslensku knaparnir í þeirri grein höfðu þegar tryggt sér sæti í A-úrslitum. Nokkrar sviptingar urðu í þessum úrslitum og efsti knapinn inn, Pierre Sandsten-Hoyos á Búa frá Húsavík, lenti í vandræðum bæði á brokki og skeiði þannig að þeirra draumur um úrslitasæti var úti. Agnar Snorri Stefánsson fór hins vegar mikinn og reið inn í A-úrslitin á Bjartmari fra Nedre Sveen fyrir Danmörku með 7,40 í einkunn.

Íslendingar sterkir samanlagt

Veitt voru verðlaun fyrir samanlagða sigurvegara í fjórgangsgreinum, þ.e. þau pör knapa og hesta sem hæstu einkunnir fengu í tölti og fjórgangi samanlagt. Ásdís Ósk Elvarsdóttir var önnur í samanlögðum fjórgangsgreinum ungmenna á Koltinnu frá Varmalæk og Jóhann Rúnar Skúlason varð efstur í samanlögðu fullorðinna og landaði þar með sínum fyrsta heimsmeistaratitli á þessu móti á Finnboga frá Minni-Reykjum.

A-úrslit á morgun

Á morgun fara fram A-úrslit í öllum greinum auk 100 m skeiðs, en í kvöld skemmta hestamenn sér saman á svokallaðri gala-sýningu þar sem fjölbreytt hestaatriði eru í boði.

Skylt efni: HM í Berlín 2019

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...