Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Mynd / MAST
Fréttir 1. febrúar 2017

Fjórar áburðartegundir teknar af skrá

Höfundur: smh
Ársskýrsla áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir síðasta ár var birt á vef stofnunarinnar 12. janúar síðastliðinn. Fjórar áburðartegundir voru með efnainnihald undir vikmörkum. Í einu tilviki voru fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum. Þessar tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar.
 
Í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður eftirlits með áburði, en í fyrra fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 306 tegundir.  
 
Kadmíum aldrei yfir leyfðu hámarki
 
Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og alltaf undir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.
 
Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á Íslensku.
 
Hjá Búvís voru gildi undir leyfðum vikmörkum í sjö áburðartegundum af þeim tólf sem Matvælastofnun tók sýni úr. Efnagreiningar Búvís á systursýnum gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum fyrir eina tegund. Áburðartegundin Völlur 23-5+Ca+Mg+S+Se mældist í báðum tilfellum undir leyfðum vikmörkum og er hún því tekin af skrá Matvælastofnunar. 
 
Hjá Fóðurblöndunni voru tekin sýni úr 13 áburðartegundum sem fyrirtækið flytur inn, en engar tegundir voru teknar af skrá. 
 
Matvælastofnun tók sýni af átta áburðartegundum sem Lífland ehf. flytur inn. Tvær áburðartegundir sem mældust undir leyfðum vikmörkum í báðum mælingum, Líf 21-6-9,5 þar sem kalí (K) mældist undir vikmörkum og Líf 20,6-11-9+Se sem mældist sömuleiðis undir vikmörkum fyrir kalí (K).
 
Matvælastofnun tók sýni af 15 áburðartegundum sem Skeljungur hf. flytur inn. Efnagreiningar Matvælastofnunar gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum í 11 áburðartegundum, en aðeins ein áburðartegund, OEN 20-18-15, var tekin af skrá Matvælastofnunar þar sem brennisteinn (S) mældist undir leyfðum vikmörkum í báðum greiningum.
 
Matvælastofnun tók sýni úr átta áburðartegundum sem Sláturfélag Suðurlands sf. flutti inn.
Efnagreiningar Matvælastofnunar gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum í 2 áburðartegundum.
 
Efnagreiningar fyrirtækisins á systursýnum gáfu gildi yfir leyfðum vikmörkum fyrir þessar tegundir, því voru engar áburðartegundir sem Sláturfélagið flytur inn teknar af skrá. 

Skylt efni: Áburðareftirlit

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...