Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Mynd / MAST
Fréttir 1. febrúar 2017

Fjórar áburðartegundir teknar af skrá

Höfundur: smh
Ársskýrsla áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir síðasta ár var birt á vef stofnunarinnar 12. janúar síðastliðinn. Fjórar áburðartegundir voru með efnainnihald undir vikmörkum. Í einu tilviki voru fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum. Þessar tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar.
 
Í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður eftirlits með áburði, en í fyrra fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 306 tegundir.  
 
Kadmíum aldrei yfir leyfðu hámarki
 
Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og alltaf undir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.
 
Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á Íslensku.
 
Hjá Búvís voru gildi undir leyfðum vikmörkum í sjö áburðartegundum af þeim tólf sem Matvælastofnun tók sýni úr. Efnagreiningar Búvís á systursýnum gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum fyrir eina tegund. Áburðartegundin Völlur 23-5+Ca+Mg+S+Se mældist í báðum tilfellum undir leyfðum vikmörkum og er hún því tekin af skrá Matvælastofnunar. 
 
Hjá Fóðurblöndunni voru tekin sýni úr 13 áburðartegundum sem fyrirtækið flytur inn, en engar tegundir voru teknar af skrá. 
 
Matvælastofnun tók sýni af átta áburðartegundum sem Lífland ehf. flytur inn. Tvær áburðartegundir sem mældust undir leyfðum vikmörkum í báðum mælingum, Líf 21-6-9,5 þar sem kalí (K) mældist undir vikmörkum og Líf 20,6-11-9+Se sem mældist sömuleiðis undir vikmörkum fyrir kalí (K).
 
Matvælastofnun tók sýni af 15 áburðartegundum sem Skeljungur hf. flytur inn. Efnagreiningar Matvælastofnunar gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum í 11 áburðartegundum, en aðeins ein áburðartegund, OEN 20-18-15, var tekin af skrá Matvælastofnunar þar sem brennisteinn (S) mældist undir leyfðum vikmörkum í báðum greiningum.
 
Matvælastofnun tók sýni úr átta áburðartegundum sem Sláturfélag Suðurlands sf. flutti inn.
Efnagreiningar Matvælastofnunar gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum í 2 áburðartegundum.
 
Efnagreiningar fyrirtækisins á systursýnum gáfu gildi yfir leyfðum vikmörkum fyrir þessar tegundir, því voru engar áburðartegundir sem Sláturfélagið flytur inn teknar af skrá. 

Skylt efni: Áburðareftirlit

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...