Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Mynd / MAST
Fréttir 1. febrúar 2017

Fjórar áburðartegundir teknar af skrá

Höfundur: smh
Ársskýrsla áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir síðasta ár var birt á vef stofnunarinnar 12. janúar síðastliðinn. Fjórar áburðartegundir voru með efnainnihald undir vikmörkum. Í einu tilviki voru fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum. Þessar tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar.
 
Í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður eftirlits með áburði, en í fyrra fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 306 tegundir.  
 
Kadmíum aldrei yfir leyfðu hámarki
 
Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og alltaf undir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.
 
Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á Íslensku.
 
Hjá Búvís voru gildi undir leyfðum vikmörkum í sjö áburðartegundum af þeim tólf sem Matvælastofnun tók sýni úr. Efnagreiningar Búvís á systursýnum gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum fyrir eina tegund. Áburðartegundin Völlur 23-5+Ca+Mg+S+Se mældist í báðum tilfellum undir leyfðum vikmörkum og er hún því tekin af skrá Matvælastofnunar. 
 
Hjá Fóðurblöndunni voru tekin sýni úr 13 áburðartegundum sem fyrirtækið flytur inn, en engar tegundir voru teknar af skrá. 
 
Matvælastofnun tók sýni af átta áburðartegundum sem Lífland ehf. flytur inn. Tvær áburðartegundir sem mældust undir leyfðum vikmörkum í báðum mælingum, Líf 21-6-9,5 þar sem kalí (K) mældist undir vikmörkum og Líf 20,6-11-9+Se sem mældist sömuleiðis undir vikmörkum fyrir kalí (K).
 
Matvælastofnun tók sýni af 15 áburðartegundum sem Skeljungur hf. flytur inn. Efnagreiningar Matvælastofnunar gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum í 11 áburðartegundum, en aðeins ein áburðartegund, OEN 20-18-15, var tekin af skrá Matvælastofnunar þar sem brennisteinn (S) mældist undir leyfðum vikmörkum í báðum greiningum.
 
Matvælastofnun tók sýni úr átta áburðartegundum sem Sláturfélag Suðurlands sf. flutti inn.
Efnagreiningar Matvælastofnunar gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum í 2 áburðartegundum.
 
Efnagreiningar fyrirtækisins á systursýnum gáfu gildi yfir leyfðum vikmörkum fyrir þessar tegundir, því voru engar áburðartegundir sem Sláturfélagið flytur inn teknar af skrá. 

Skylt efni: Áburðareftirlit

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...