Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Mynd / MAST
Fréttir 1. febrúar 2017

Fjórar áburðartegundir teknar af skrá

Höfundur: smh
Ársskýrsla áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir síðasta ár var birt á vef stofnunarinnar 12. janúar síðastliðinn. Fjórar áburðartegundir voru með efnainnihald undir vikmörkum. Í einu tilviki voru fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum. Þessar tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar.
 
Í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður eftirlits með áburði, en í fyrra fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 306 tegundir.  
 
Kadmíum aldrei yfir leyfðu hámarki
 
Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og alltaf undir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.
 
Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á Íslensku.
 
Hjá Búvís voru gildi undir leyfðum vikmörkum í sjö áburðartegundum af þeim tólf sem Matvælastofnun tók sýni úr. Efnagreiningar Búvís á systursýnum gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum fyrir eina tegund. Áburðartegundin Völlur 23-5+Ca+Mg+S+Se mældist í báðum tilfellum undir leyfðum vikmörkum og er hún því tekin af skrá Matvælastofnunar. 
 
Hjá Fóðurblöndunni voru tekin sýni úr 13 áburðartegundum sem fyrirtækið flytur inn, en engar tegundir voru teknar af skrá. 
 
Matvælastofnun tók sýni af átta áburðartegundum sem Lífland ehf. flytur inn. Tvær áburðartegundir sem mældust undir leyfðum vikmörkum í báðum mælingum, Líf 21-6-9,5 þar sem kalí (K) mældist undir vikmörkum og Líf 20,6-11-9+Se sem mældist sömuleiðis undir vikmörkum fyrir kalí (K).
 
Matvælastofnun tók sýni af 15 áburðartegundum sem Skeljungur hf. flytur inn. Efnagreiningar Matvælastofnunar gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum í 11 áburðartegundum, en aðeins ein áburðartegund, OEN 20-18-15, var tekin af skrá Matvælastofnunar þar sem brennisteinn (S) mældist undir leyfðum vikmörkum í báðum greiningum.
 
Matvælastofnun tók sýni úr átta áburðartegundum sem Sláturfélag Suðurlands sf. flutti inn.
Efnagreiningar Matvælastofnunar gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum í 2 áburðartegundum.
 
Efnagreiningar fyrirtækisins á systursýnum gáfu gildi yfir leyfðum vikmörkum fyrir þessar tegundir, því voru engar áburðartegundir sem Sláturfélagið flytur inn teknar af skrá. 

Skylt efni: Áburðareftirlit

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...