Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa. Horft yfir Norðurfjörð að Reykjaneshyrnu.
Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa. Horft yfir Norðurfjörð að Reykjaneshyrnu.
Mynd / Svanlaug Sigurðardóttir
Fréttir 2. janúar 2023

Fjölgar mest í Árneshreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjóðskrá hefur birt íbúafjölda landsins eftir sveitarfélögum í desember 2022.

Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda á tímabilinu 1. desember 2021 til 1. desember 2022 hefur íbúum Árneshrepps fjölgað mest síðastliðið ár, eða um 22,0%, en íbúum þar fjölgaði um níu. Á sama tímabili fjölgaði íbúum á landinu um 3,4%. Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa.

Hlutfallslega fjölgaði íbúum næstmest í Kjósarhreppi, 16,7%, eða um 41. Einnig var töluverð hlutfallsleg fjölgun í Ásahreppi, eða um 12,3% og Bláskógabyggð, eða 10,5%. Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 9 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 55 sveitarfélögum.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 4.003 á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 813. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 300 og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.628 íbúa, eða um 8,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 64, eða 1,4%.

Samkvæmt tölum Þjóðskrár fjölgaði íbúum í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum, eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,3% á tímabilinu, eða um 1.406 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.319 frá 1. desember 2021, sem er um 3,4%.

Skylt efni: íbúafjöldi

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...