Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjöldi nýrra risasvínabúa rísa í nágrenni stórborga með tugum þúsunda gylta
Mynd / China Ministry of Agriculture
Fréttir 4. janúar 2021

Fjöldi nýrra risasvínabúa rísa í nágrenni stórborga með tugum þúsunda gylta

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Stærsti svínakjötsneytandi heims, Sifanghong Agriculture í Kína, mun stórauka framleiðslu sína og bæta um 200 milljón svínum í stofn sinn. Verður það gert með því að reisa ný býli um allt land til að endurheimta framleiðsluna eftir svínapestina sem herjað hefur á landið síðan 2018. 

Vegna pestarinnar þurftu Kínverjar að skera niður tugi milljóna svína, eða 60% af svínastofni sínum. 

Stöðugleiki mikilvægur

Kínversk stjórnvöld líta á stöðugleika í svínakjötsframleiðslunni mikilvægan fyrir fæðuöryggi landsins í kjölfar þess að verðbólga jókst snarlega árið 2019 vegna minnkandi framboðs og verðhækkana á kjöti vegna niðurskurðar á svínastofninum. Til að tryggja lágmarks framboð á hverju svæði verður hvert hérað og stór sveitarfélög að tryggja ákveðna svínakjötsframleiðslu. 

„Þetta er eins konar leiðrétting á fyrri stefnum,“ sagði Wang Lisheng, hagfræðingur í Kína hjá Nomura International, í samtali við Reuters. Sagði hann einnig að stefnumótendur hefðu lært af kreppunni í fyrra að þeir þyrftu að auka fjölbreytni og dreifa þannig áhættu í framleiðslunni. 

Liður í þessu ferli var að flytja inn 2.000 lifandi gyltur til Kunming, höfuðborgar Yunanhéraðs, sem komu frá Evrópu í nóvember samkvæmt frétt China.org.cn. Voru gylturnar settar í 45 daga sóttkví til að ganga úr skugga um að þær bæru ekki með sér einhver smitefni. Fyrr á þessu ári voru fluttar inn 4.520 gyltur til eldis í Yunnan. Auk þess voru í apríl á þessu ári fluttir inn, í sex flutningaþotum, samtals 4.000 eldisgrísir frá Frakklandi. Þá voru einnig fluttir inn 500 geltir frá Topigs Norsvin í Hollandi. svínarækt í Kína

Svínarækt í blokkum og smábúskapur aflagður

Nýju svínabúin eru af allt öðrum toga en þekkst hafa víða um heim, því svínahúsin eru blokkir á mörgum hæðum sem líkjast fremur hótelum en svínabúum. Ný bú sem byrjað er að reisa í úthverfum stórborga standa þó frammi fyrir miklum kostnaði til að koma í veg fyrir vandamál eins og afrennsli frá svínaræktinni sem annars lekur út í vatn og jarðveg. Vegna þessarar mengunar fóru stjórnvöld fram á að búin yrðu flutt á árunum 2015 og 2017. Þetta felur í sér að búum um 200.000 smábænda nærri vatnsbólum verður lokað um leið og svínaeldi verður hafið á nýjum fullkomnum búum nærri þéttbýli. Þannig er ætlunin að snúa við áhrifum af mengun jarðvegs og grunnvatns og hreinsa umhverfið.

Muyuan Foods setti í gang stórfelldar áætlanir til að auka svínakjötsframleiðsluna og hóf framkvæmdir við smíði á fyrstu af 21 margra hæða eldishúsum í september og mun fjárfesta um 40 milljarða yuan í nýjum eldishúsum á þessu ári, samkvæmt frétt BusinessDay. Þá er Muyuan þegar með risabú nærri Nanyang sem hýsir að jafnaði 84.000 gyltur. 

Þá hafa áætlanir Muyuan líka vakið deilur eins og áform um að skipuleggja 55 svínabú á 1.000 hekturum af ræktarlandi í Henanhéraði. Munu þær deilur hafa verið leystar og fyrirtækið leigði land þar sem ætlunin er að rækta 80 milljónir galta. 

Risabúin rúma fimm sinnum fleiri svín en hefðbundin bú

Risabúið getur hýst fimm sinnum fleiri svín en venjulegt bú á sama flatarmáli lands. Þéttleiki dýra á búunum hefur hins vegar mikla áhættu vegna sjúkdóma, þar á meðal svínaveiru sem enn er til staðar í Kína og þar eru engin bóluefni eða lækning í boði.

Sifanghong Agriculture með fjölda búa í byggingu

Zu Sheng, eigandi Sifanghong Agriculture og fyrirtækisins Animal Husbandry, hóf í sumar að byggja eitt af 11 býlum sem hefja átti framkvæmdir við í útjaðri Peking á þessu ári. 

Á lóð hans, sem staðsett er í austurhluta Pinggu, um 70 km utan miðborgarinnar, mun vera hægt að að ala 60.000 gyltur á ári. 

„Við erum með eitt af lykilverkefnunum sem miða að því að koma á stöðugleika í kjötbirgðum í Beijing (Peking) og vernda lífsviðurværi íbúa,“ sagði Zu. 

Svínaframleiðandinn New Hope Liuhe ætlar einnig að byggja „fjölbýlissvínahús“ í Pinggu sem framleiða mun 150.000 gyltur á ári. Þá verða sex býli til viðbótar endurreist og stækkuð að því er Reuters hafði eftir yfirvöldum í Beijing.

Yfirvöld styðja stórhuga markmið

Til að ná markmiðum stjórnvalda valdi borgarstjórnin í Peking hentuga staði fyrir nýbýli og bauð fyrirtækjum að bjóða í lóðirnar og hagræða þeim fyrirferðarmiklu verklagsreglum sem venjulega eru nauðsynlegar til að finna land til að ala upp svín. Valdi borgarstjórnin í Beijing þannig hentuga staði fyrir nýbýli og bauð fyrirtækjum að bjóða í lóðirnar og hagræða verklagsreglum sem venjulega eru nauðsynlegar til að fá land undir svínabú.

Aðrar borgir og þróuð svæði leggja svipaða áherslu á uppbyggingu svínabúa. Í Nanjing, sem er með 8 milljónir íbúa í suðausturhluta landsins, verða byggð 12 svínabú sem eiga að fjórfalda framleiðsluna frá því sem hún var fyrir svínapestina 2018. Þá hyggst Zhejiang, sem er strandhérað suður af Sjanghæ, auka svínaframleiðsluna um 50% frá því sem var 2018.

Skylt efni: Kína | svínarækt í Kína

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...