Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða möguleikann á að ganga til samnings um kaup á Hótel Sögu. Húsnæðið er sagt geta hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fyrir á háskólasvæðinu en sú deild er nú staðsett í Stakkahlíð og Skipholti.

Þar segir einnig að forsenda fyrir því að til álita kæmi að ganga til kaupa á Hótel Sögu er að eignin bjóðist á hagstæðum kjörum. Kostnaður við kaupin er talinn vera um fimm milljarðar króna.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að Bændasamtök Íslands og ríkisvaldið hafi átt í viðræðum um hugsanleg kaup ríkisins á Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands undanfarnar vikur.

„Eins og kemur fram í frumvarpinu er gerður fyrirvari um að kaupin verði á ásættanlegu verði fyrir ríkið og viðræður í gangi um það og hvað sé verið að kaupa. Við eru að skilgreina hvaða lausamunir muni fylgja húsinu og það hefur tekið tíma fyrir Háskólann að gera það upp við sig hvað þeir vilja fá.

Að öllum líkindum mun Félagsstofnun stúdenta fá hluta hússins til umráða og Háskólinn restina og ekki enn ljóst hvað þessir aðilar vilja hafa í húsinu við afhendingu.

Ég ítreka að kaupin eru enn á umræðustigi og ekki komin á blað enn.“ Gunnar segir að Bændasamtökin hafi leitast eftir að vera í húsinu í að minnsta kosti ár gangi kaupin eftir og hefur Háskólinn tekið vel í það.

Skylt efni: Hótel Saga | fjárlög 2020

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...