Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða möguleikann á að ganga til samnings um kaup á Hótel Sögu. Húsnæðið er sagt geta hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fyrir á háskólasvæðinu en sú deild er nú staðsett í Stakkahlíð og Skipholti.

Þar segir einnig að forsenda fyrir því að til álita kæmi að ganga til kaupa á Hótel Sögu er að eignin bjóðist á hagstæðum kjörum. Kostnaður við kaupin er talinn vera um fimm milljarðar króna.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að Bændasamtök Íslands og ríkisvaldið hafi átt í viðræðum um hugsanleg kaup ríkisins á Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands undanfarnar vikur.

„Eins og kemur fram í frumvarpinu er gerður fyrirvari um að kaupin verði á ásættanlegu verði fyrir ríkið og viðræður í gangi um það og hvað sé verið að kaupa. Við eru að skilgreina hvaða lausamunir muni fylgja húsinu og það hefur tekið tíma fyrir Háskólann að gera það upp við sig hvað þeir vilja fá.

Að öllum líkindum mun Félagsstofnun stúdenta fá hluta hússins til umráða og Háskólinn restina og ekki enn ljóst hvað þessir aðilar vilja hafa í húsinu við afhendingu.

Ég ítreka að kaupin eru enn á umræðustigi og ekki komin á blað enn.“ Gunnar segir að Bændasamtökin hafi leitast eftir að vera í húsinu í að minnsta kosti ár gangi kaupin eftir og hefur Háskólinn tekið vel í það.

Skylt efni: Hótel Saga | fjárlög 2020

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara