Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið
Fréttir 11. júní 2019

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2019. Umsækjendur geta nú nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl > Bréf.
Alls bárust 56 umsóknir, af þeim voru 55 umsóknir samþykktar en einni umsókn var hafnað.

Heildarkostnaður við framkvæmdir sauðfjárbænda samkvæmt umsóknunum er um 418 milljónir króna. Umsóknir vegna nýframkvæmda voru 16 en umsóknir vegna endurbóta 40.  Fjárhæð til úthlutunar að þessu sinni er 60.565.056 kr. Skerða þurfti stuðningsgreiðslur hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 27. gr. reglugerðarinnar og er styrkhlutfall til úthlutunar um 14,5% af heildarkostnaði umsókna. Í ár er hæsti styrkur áætlaður 6.056.506 kr. en lægsti styrkur 155.657 kr.

Um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er fjallað í V. kafla reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðningur er veittur bæði til nýframkvæmda og endurbóta á eldri byggingum og er þetta annað ár úthlutunar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...