Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fimmti hver frosinn kjúklingur í Brasilíu sýktur af salmonellu
Fréttir 18. júlí 2019

Fimmti hver frosinn kjúklingur í Brasilíu sýktur af salmonellu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brasilía er stærsti útflytjandi frosins kjúklingakjöts í heiminum og flytur út um 4,3 milljón tonn á ári. Rannsóknir benda til að einn fimmti af kjötinu sé sýkt af salmonellu sem getur valdið alvarlegri matareitrun og jafnvel dauða. Stór hluti kjötsins er fluttur til Evrópu þar sem hluti hans er unninn og seldur áfram.

Samkvæmt því sem segir í frétt sem Guardian vann ásamt Bureau of Investigative Journalism hafa verið flutt út frá Brasilíu þúsundir tonna af salmonellusmituðu kjúklingakjöti síðastliðin tvö ár. Þar af hafa yfir milljón frosnir og heilir kjúklingar verið seldir til Bretlandseyja.

Brasilía er stærsti útflytjandi frosins kjúklingakjöts í heiminum og flytur út um 4,3 milljón tonn á ári sem seld eru í verslunum um allan heim.

20% kjötsins sýkt

Yfirvöld matvælaheilbrigðismála í Brasilíu hafa viðurkennt að 20% salmonellusýking í frosnu kjúklingakjöti sé allt of hátt hlutfall og að grípa verði til aðgerða til að draga úr sýkingum. Benda yfirvöld á að salmonellusýkingin sé hættulaus sé kjötið rétt matreitt en að fólk geti sýkst ef það meðhöndlar hrátt kjöt.

Árið 2017 voru ellefu starfsmenn við matvælaeftirlit í Brasilíu handteknir og dæmdir fyrir mútuþægni. Í ákæru á hendur mönnunum voru þeir sagðir hafa þegið fé frá stórum kjötvinnslum til að líta fram hjá notkun á skemmdu kjöti og kjöti sem sýkt var af salmonellu í tilbúna rétti og til frystingar til útflutnings.

Salmonella hefur greinst í 370 tilfella þegar gerðar hafa verið stikkprufur á frosnu kjúklingakjöti frá Brasilíu við tollskoðun inn í Evrópusambandið síðan í apríl 2017. Að öllu jöfnu eru gerðar stikkprufur á fimmtu hverri kjúklingakjötsendingu sem berst frá Brasilíu til landa Evrópusambandsins.

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.