Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fimmti hver frosinn kjúklingur í Brasilíu sýktur af salmonellu
Fréttir 18. júlí 2019

Fimmti hver frosinn kjúklingur í Brasilíu sýktur af salmonellu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brasilía er stærsti útflytjandi frosins kjúklingakjöts í heiminum og flytur út um 4,3 milljón tonn á ári. Rannsóknir benda til að einn fimmti af kjötinu sé sýkt af salmonellu sem getur valdið alvarlegri matareitrun og jafnvel dauða. Stór hluti kjötsins er fluttur til Evrópu þar sem hluti hans er unninn og seldur áfram.

Samkvæmt því sem segir í frétt sem Guardian vann ásamt Bureau of Investigative Journalism hafa verið flutt út frá Brasilíu þúsundir tonna af salmonellusmituðu kjúklingakjöti síðastliðin tvö ár. Þar af hafa yfir milljón frosnir og heilir kjúklingar verið seldir til Bretlandseyja.

Brasilía er stærsti útflytjandi frosins kjúklingakjöts í heiminum og flytur út um 4,3 milljón tonn á ári sem seld eru í verslunum um allan heim.

20% kjötsins sýkt

Yfirvöld matvælaheilbrigðismála í Brasilíu hafa viðurkennt að 20% salmonellusýking í frosnu kjúklingakjöti sé allt of hátt hlutfall og að grípa verði til aðgerða til að draga úr sýkingum. Benda yfirvöld á að salmonellusýkingin sé hættulaus sé kjötið rétt matreitt en að fólk geti sýkst ef það meðhöndlar hrátt kjöt.

Árið 2017 voru ellefu starfsmenn við matvælaeftirlit í Brasilíu handteknir og dæmdir fyrir mútuþægni. Í ákæru á hendur mönnunum voru þeir sagðir hafa þegið fé frá stórum kjötvinnslum til að líta fram hjá notkun á skemmdu kjöti og kjöti sem sýkt var af salmonellu í tilbúna rétti og til frystingar til útflutnings.

Salmonella hefur greinst í 370 tilfella þegar gerðar hafa verið stikkprufur á frosnu kjúklingakjöti frá Brasilíu við tollskoðun inn í Evrópusambandið síðan í apríl 2017. Að öllu jöfnu eru gerðar stikkprufur á fimmtu hverri kjúklingakjötsendingu sem berst frá Brasilíu til landa Evrópusambandsins.

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...