Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Fimm fengu umhverfisverðlaun í Sveitarfélaginu Skagafirði
Mynd / Vefsíða Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Fréttir 19. október 2021

Fimm fengu umhverfisverðlaun í Sveitarfélaginu Skagafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alls voru í ár veitt fimm umhverfis­­verðlaun í Sveitar­félaginu Skaga­firði í fjór­um flokkum, en þau voru afhent nýverið.

Þetta er í 17. sinn sem verðlaunin er afhent en Soroptim­istaklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir þeim auk Umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fram kom við athöfn sem efnt var til af þessu tilefni að margt gott hefði verið gert í fegrun umhverfis í Skagafirði á liðnum árum og margt í gangi.

Tvenn verðlaun voru veitt í flokknum lóð í þéttbýli og þau hlutu annars vegar Pálmi S. Sighvats og Birgitta Pálsdóttir fyrir Drekahlíð 7 á Sauðárkróki og Hafsteinn Harðarson og Amelía Árnadóttir fyrir Reynimel í Varmahlíð.

Högni Elfar Gylfason og Mon­ika Björk Hjálmarsdóttir fengu viðurkenningu í flokki sveitabýla með hefðbundinn búskap, en þau búa á Korná í Lýtingsstaðahreppi. Reynisstaðakirkja hlaut viðurkenningu sem lóð við opinbera stofnun en Sigurlaug Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar, veitti verðlaununum viðtöku.

Verðandi, endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi, hlaut viðurkenningu fyrir einstakt framtak og tóku forsvarskonur þess, Þuríður Helga Jónasdóttir og Solveig Pétursdóttir, við viðurkenningunni. /MÞÞ

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...