Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fimm fengu umhverfisverðlaun í Sveitarfélaginu Skagafirði
Mynd / Vefsíða Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Fréttir 19. október 2021

Fimm fengu umhverfisverðlaun í Sveitarfélaginu Skagafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alls voru í ár veitt fimm umhverfis­­verðlaun í Sveitar­félaginu Skaga­firði í fjór­um flokkum, en þau voru afhent nýverið.

Þetta er í 17. sinn sem verðlaunin er afhent en Soroptim­istaklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir þeim auk Umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fram kom við athöfn sem efnt var til af þessu tilefni að margt gott hefði verið gert í fegrun umhverfis í Skagafirði á liðnum árum og margt í gangi.

Tvenn verðlaun voru veitt í flokknum lóð í þéttbýli og þau hlutu annars vegar Pálmi S. Sighvats og Birgitta Pálsdóttir fyrir Drekahlíð 7 á Sauðárkróki og Hafsteinn Harðarson og Amelía Árnadóttir fyrir Reynimel í Varmahlíð.

Högni Elfar Gylfason og Mon­ika Björk Hjálmarsdóttir fengu viðurkenningu í flokki sveitabýla með hefðbundinn búskap, en þau búa á Korná í Lýtingsstaðahreppi. Reynisstaðakirkja hlaut viðurkenningu sem lóð við opinbera stofnun en Sigurlaug Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar, veitti verðlaununum viðtöku.

Verðandi, endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi, hlaut viðurkenningu fyrir einstakt framtak og tóku forsvarskonur þess, Þuríður Helga Jónasdóttir og Solveig Pétursdóttir, við viðurkenningunni. /MÞÞ

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...