Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fimm fengu umhverfisverðlaun í Sveitarfélaginu Skagafirði
Mynd / Vefsíða Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Fréttir 19. október 2021

Fimm fengu umhverfisverðlaun í Sveitarfélaginu Skagafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alls voru í ár veitt fimm umhverfis­­verðlaun í Sveitar­félaginu Skaga­firði í fjór­um flokkum, en þau voru afhent nýverið.

Þetta er í 17. sinn sem verðlaunin er afhent en Soroptim­istaklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir þeim auk Umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fram kom við athöfn sem efnt var til af þessu tilefni að margt gott hefði verið gert í fegrun umhverfis í Skagafirði á liðnum árum og margt í gangi.

Tvenn verðlaun voru veitt í flokknum lóð í þéttbýli og þau hlutu annars vegar Pálmi S. Sighvats og Birgitta Pálsdóttir fyrir Drekahlíð 7 á Sauðárkróki og Hafsteinn Harðarson og Amelía Árnadóttir fyrir Reynimel í Varmahlíð.

Högni Elfar Gylfason og Mon­ika Björk Hjálmarsdóttir fengu viðurkenningu í flokki sveitabýla með hefðbundinn búskap, en þau búa á Korná í Lýtingsstaðahreppi. Reynisstaðakirkja hlaut viðurkenningu sem lóð við opinbera stofnun en Sigurlaug Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar, veitti verðlaununum viðtöku.

Verðandi, endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi, hlaut viðurkenningu fyrir einstakt framtak og tóku forsvarskonur þess, Þuríður Helga Jónasdóttir og Solveig Pétursdóttir, við viðurkenningunni. /MÞÞ

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...