Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Mynd / HKr.
Fréttir 18. september 2020

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífinu á svæðinu með sérstaka áherslu á ferða­þjónustuna. Þar kemur skýrt fram hvað vægi ferðaþjónustu óx gríðarlega á Suðurlandi frá 2008 til 2019, eða úr 7% að meðaltali í 18,1%.

Um miðjan mars 2020, þegar ljóst var að COVID-19 myndi hafa mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf á Suðurlandi, hófust Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) handa við að greina möguleg áhrif sem COVID-19 gæti valdið. Frá þeim tíma hefur stór hluti verkefna þróunarsviðs SASS snúist um mótvægisaðgerðir og stuðning við atvinnulíf á Suðurlandi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustuna, sem hefur verið í miklum ólgusjó það sem af er ári.

Rúmlega 55% nýrra starfa varð til í ferðaþjónustu

Störfum í heild fjölgaði mikið á Suðurlandi á tímabilinu 2012 til 2019, eða um 3.491 einstakling í aðalstarfi. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 1.937, eða 55,4% allra nýrra starfa. Íbúum fjölgaði á sama tíma um 4.834. Um 13% fyrirtækja á Suðurlandi störfuðu í ferðaþjónustu á árinu 2019.

Rúmlega helmingur starfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu

Í þeim sveitarfélögum þar sem vægi ferða­þjónustunnar er hvað hæst er mest fjölgun aðalstarfa á milli ára. Ferðaþjónustustörfum fjölgaði sem dæmi um 634% á milli áranna 2009–2019 í Mýrdalshreppi. Árið 2019 var rúmlega helmingur aðalstarfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu, eða 52,3%. Árið 2009 var hlutfallið þar 15,3%. Næsthæst, árið 2019, var hlutfallið í Skaftárhreppi, 51,1%. Lægst, árið 2019, var hlutfallið í Ölfusi, 10,3%.

Nær helmingur starfsmanna kemur frá útlöndum

Þessari miklu aukning í ferða­þjónustu hefur verið mætt að verulegu leyti með erlendu vinnuafli. Þannig voru 41% ársverka erlendra ríkisborgara á Suðurlandi á árinu 2019 í ferðaþjónustu. Ársverk í ferðaþjónustu voru 3.124 á árinu 2019. Þar af voru erlendir ríkisborgarar 1.517 (48,6%) og íslenskir ríkisborgarar 1.607 (51,4%). Hlutfall erlendra ríkisborgara af öllu atvinnulífinu á Suðurlandi er 21,4%.

Um 79% tekna atvinnugreina í Mýrdalshreppi kom úr ferðaþjónustu

Hlutfall rekstrartekna í ferðaþjónustu af heildar rekstrartekjum allra atvinnugreina á Suðurlandi á árinu 2018 var 17% á Suðurlandi. Hæst var hlutfallið í Mýrdalshreppi, 78,7% og þar á eftir í Skaftárhreppi, 55,1%. Lægst var hlutfallið í Vestmannaeyjum, 3,9%.

15% lægri meðallaun í ferðaþjónustu en öðrum greinum

Ferðaþjónustan skapar 18,8% starfa á Suðurlandi og 16% launa. Heildarlaun í ferðaþjónustu 2019 voru tæpar 16 milljarðar króna. Meðallaun í þessari grein á Suðurlandi voru 423 þúsund krónur á mánuði árið 2019, eða um 15% lægri en meðallaun almennt á Suðurlandi á sama tíma.

Hæst meðallaun í ferðaþjónustu voru í Vestmannaeyjum, eða 513 þús. á mánuði.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...