Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Mynd / HKr.
Fréttir 18. september 2020

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífinu á svæðinu með sérstaka áherslu á ferða­þjónustuna. Þar kemur skýrt fram hvað vægi ferðaþjónustu óx gríðarlega á Suðurlandi frá 2008 til 2019, eða úr 7% að meðaltali í 18,1%.

Um miðjan mars 2020, þegar ljóst var að COVID-19 myndi hafa mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf á Suðurlandi, hófust Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) handa við að greina möguleg áhrif sem COVID-19 gæti valdið. Frá þeim tíma hefur stór hluti verkefna þróunarsviðs SASS snúist um mótvægisaðgerðir og stuðning við atvinnulíf á Suðurlandi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustuna, sem hefur verið í miklum ólgusjó það sem af er ári.

Rúmlega 55% nýrra starfa varð til í ferðaþjónustu

Störfum í heild fjölgaði mikið á Suðurlandi á tímabilinu 2012 til 2019, eða um 3.491 einstakling í aðalstarfi. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 1.937, eða 55,4% allra nýrra starfa. Íbúum fjölgaði á sama tíma um 4.834. Um 13% fyrirtækja á Suðurlandi störfuðu í ferðaþjónustu á árinu 2019.

Rúmlega helmingur starfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu

Í þeim sveitarfélögum þar sem vægi ferða­þjónustunnar er hvað hæst er mest fjölgun aðalstarfa á milli ára. Ferðaþjónustustörfum fjölgaði sem dæmi um 634% á milli áranna 2009–2019 í Mýrdalshreppi. Árið 2019 var rúmlega helmingur aðalstarfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu, eða 52,3%. Árið 2009 var hlutfallið þar 15,3%. Næsthæst, árið 2019, var hlutfallið í Skaftárhreppi, 51,1%. Lægst, árið 2019, var hlutfallið í Ölfusi, 10,3%.

Nær helmingur starfsmanna kemur frá útlöndum

Þessari miklu aukning í ferða­þjónustu hefur verið mætt að verulegu leyti með erlendu vinnuafli. Þannig voru 41% ársverka erlendra ríkisborgara á Suðurlandi á árinu 2019 í ferðaþjónustu. Ársverk í ferðaþjónustu voru 3.124 á árinu 2019. Þar af voru erlendir ríkisborgarar 1.517 (48,6%) og íslenskir ríkisborgarar 1.607 (51,4%). Hlutfall erlendra ríkisborgara af öllu atvinnulífinu á Suðurlandi er 21,4%.

Um 79% tekna atvinnugreina í Mýrdalshreppi kom úr ferðaþjónustu

Hlutfall rekstrartekna í ferðaþjónustu af heildar rekstrartekjum allra atvinnugreina á Suðurlandi á árinu 2018 var 17% á Suðurlandi. Hæst var hlutfallið í Mýrdalshreppi, 78,7% og þar á eftir í Skaftárhreppi, 55,1%. Lægst var hlutfallið í Vestmannaeyjum, 3,9%.

15% lægri meðallaun í ferðaþjónustu en öðrum greinum

Ferðaþjónustan skapar 18,8% starfa á Suðurlandi og 16% launa. Heildarlaun í ferðaþjónustu 2019 voru tæpar 16 milljarðar króna. Meðallaun í þessari grein á Suðurlandi voru 423 þúsund krónur á mánuði árið 2019, eða um 15% lægri en meðallaun almennt á Suðurlandi á sama tíma.

Hæst meðallaun í ferðaþjónustu voru í Vestmannaeyjum, eða 513 þús. á mánuði.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild
Fréttir 30. október 2020

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild

Síðastliðið vor voru 15 sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn...

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunn...

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum
Fréttir 30. október 2020

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum

Á þjóðhátíðardaginn í sumar opnaði fjölskyldan sem stendur á bakvið urta islandi...

Hótel Saga lokar
Fréttir 28. október 2020

Hótel Saga lokar

COVID-19 faraldurinn hefur haft verulega neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustufy...

Auglýst eftir tveimur togurum
Fréttir 28. október 2020

Auglýst eftir tveimur togurum

Ríkiskaup, fyrir hönd Haf­rann­sókna­stofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum veg...

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB
Fréttir 28. október 2020

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB

Nýlega veitti Evrópusambandið 700 milljónum króna til fjögurra ára rannsóknarver...

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi
Fréttir 28. október 2020

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi

Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fó...

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn
Fréttir 27. október 2020

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ...